Blatter hættir sem forseti FIFA Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. júní 2015 16:50 Blatter tilkynnir afsögn sína í dag. Vísir/Getty Sepp Blatter tilkynnti í dag að hann muni segja af sér forsetaembætti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Hann mun hætta þegar hægt verður að halda forsetakosningar á ný. Blatter var kjörinn aftur í embætti í síðustu viku þrátt fyrir að sjö háttsettir embættismenn innan sambandsins voru handteknir í tengslum við bandaríska rannsókn á spillingarmálum sem loðað hafa við sambandið undanfarin ár og áratugi. „Það er ljóst að ég fæ ekki fullan stuðning í mínu embætti,“ sagði Blatter í yfirlýsingu sinni í dag. „Ég er nátengdur FIFA og hagsmunum þess. Þetta eru tengsl sem eru mér dýrmæt og þess vegna hef ég tekið þessa ákvörðun.“ „Það sem skiptir mig mestu máli er sambandið sjálft og knattspyrna um víða veröld.“ Nýr forseti verður kjörinn á aukaþingi sem haldið verður í desember í fyrsta lagi og mars á næsta ári í síðasta lagi. Þegar nýr forseti verður kjörinn mun Blatter stíga til hlíðar.Sjá einnig: Eggert um spillinguna hjá FIFA: Maður tók fyrir augun í Argentínu Boðað var til blaðamannafundar með skömmum fyrirvara í dag þar sem Blatter steig fram og tilkynnti um ákvörðun sína að stíga niður sem forseti sambandsins. Framkvæmdastjóri FIFA, Jerome Valcke, sagði á blaðamannafundinum að þetta hefði verið erfið og hugrökk ákvörðun hjá Blatter. Frambjóðendur munu fá drjúgan tíma til þess að undirbúa framboð sín. Hann sagði að FIFA væri staðráðið í að breytast og endurheimta aftur traust almennings. Ennfremur væri ljóst að FIFA myndi sjá til þess í framtíðinni að enginn gæti hagnast á veru sinni hjá sambandinu.Sjá einnig: Allir sjö ætla að berjast á móti því að vera framseldir Knattspyrnusamband Evrópu gagnrýndi Blatter mjög í aðdranda forsetakjörsins í síðustu viku og hvatti til að kjósa fremur mótframbjóðanda Blatter - Ali bin al-Hussein, prins frá Jórdaníu. Blatter hafði þó betur og var kjörinn forseti FIFA í fimmta sinn. „Ég hef hugsað vandlega um forsetatíð mína og síðustu 40 ár í mínú lífi. Þetta eru ár sem eru nátengd FIFA og þeirri yndislegu íþrótt sem knattspyrnan er. Ég elska FIFA meira en allt annað.“ Fótbolti Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Sjá meira
Sepp Blatter tilkynnti í dag að hann muni segja af sér forsetaembætti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Hann mun hætta þegar hægt verður að halda forsetakosningar á ný. Blatter var kjörinn aftur í embætti í síðustu viku þrátt fyrir að sjö háttsettir embættismenn innan sambandsins voru handteknir í tengslum við bandaríska rannsókn á spillingarmálum sem loðað hafa við sambandið undanfarin ár og áratugi. „Það er ljóst að ég fæ ekki fullan stuðning í mínu embætti,“ sagði Blatter í yfirlýsingu sinni í dag. „Ég er nátengdur FIFA og hagsmunum þess. Þetta eru tengsl sem eru mér dýrmæt og þess vegna hef ég tekið þessa ákvörðun.“ „Það sem skiptir mig mestu máli er sambandið sjálft og knattspyrna um víða veröld.“ Nýr forseti verður kjörinn á aukaþingi sem haldið verður í desember í fyrsta lagi og mars á næsta ári í síðasta lagi. Þegar nýr forseti verður kjörinn mun Blatter stíga til hlíðar.Sjá einnig: Eggert um spillinguna hjá FIFA: Maður tók fyrir augun í Argentínu Boðað var til blaðamannafundar með skömmum fyrirvara í dag þar sem Blatter steig fram og tilkynnti um ákvörðun sína að stíga niður sem forseti sambandsins. Framkvæmdastjóri FIFA, Jerome Valcke, sagði á blaðamannafundinum að þetta hefði verið erfið og hugrökk ákvörðun hjá Blatter. Frambjóðendur munu fá drjúgan tíma til þess að undirbúa framboð sín. Hann sagði að FIFA væri staðráðið í að breytast og endurheimta aftur traust almennings. Ennfremur væri ljóst að FIFA myndi sjá til þess í framtíðinni að enginn gæti hagnast á veru sinni hjá sambandinu.Sjá einnig: Allir sjö ætla að berjast á móti því að vera framseldir Knattspyrnusamband Evrópu gagnrýndi Blatter mjög í aðdranda forsetakjörsins í síðustu viku og hvatti til að kjósa fremur mótframbjóðanda Blatter - Ali bin al-Hussein, prins frá Jórdaníu. Blatter hafði þó betur og var kjörinn forseti FIFA í fimmta sinn. „Ég hef hugsað vandlega um forsetatíð mína og síðustu 40 ár í mínú lífi. Þetta eru ár sem eru nátengd FIFA og þeirri yndislegu íþrótt sem knattspyrnan er. Ég elska FIFA meira en allt annað.“
Fótbolti Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Sjá meira