Segir Má gefa grænt ljós á verðhækkanir Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. júní 2015 18:22 Ólafía B. Rafnsdóttir vill að Már Guðmundsson bíða heldur eftir áhrifum kjarasamninganna og grípa þá inn í með aðgerðum. VÍSIR/VR/GVA Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, hnýtir í Má Guðmundsson seðlabankastjóra fyrir að gefa fyrirtækjum „grænt ljós á að hækka verð og fela sig á bak við það að laun hafi hækkað of mikið”. Þá sakar hún Seðlabankann einnig um að hafa talað talað óvarlega um áhrif launahækkana umfram 3,5% og segir bankann hafa leikið lykilþátt í því að verðbólguvæntingar hafa rokið upp að undanförnu. Þetta kemur fram í harðorði yfirlýsingu sem Ólafía sendi frá sér í dag. Tilefnið er viðtal við Má sem birtist síðastliðinn föstudag, skömmu eftir að nýir kjarasamningar voru undirritaðir á hinum almenna vinnumarkaði. Í viðtalinu sagði seðlabankastjóri að honum þætti ólíklegt að fyrirtæki í landinu gætu heilt yfir tekið á sig hina nýju kjarasamninga og því myndi verðlag í landinu að öllum líkindum hækka. Ólafía segir þessi orð Más í andstöðu við það sem kemur fram í nýjastas hefti Peningamála, riti Seðlabankans, þar sem greint er frá niðurstöðum könnunnar Gallup um væntingar stjórnenda.VÍSIR/GVA„Samkvæmt þeim eru stjórnendur bjartsýnir um þróun framlegðar (EBITDA) á næstu sex mánuðum og hefur bjartsýni þeirra ekki mælst meiri á þessum mælikvarða síðan í febrúar 2007. Þar segir einnig að þetta gæti verið vísbending um að fyrirtæki hafi nokkurt svigrúm til að taka á sig kostnaðarhækkanir án þess að velta þeim út í verðlag eða hægja á ráðningum. Það er því töluvert ósamræmi í orðum seðlabankastjóra og svörum stjórnenda fyrirtækja um getu fyrirtækjanna til að taka á sig aukinn kostnað,” segir Ólafía í tilkynningunni. Hún bætir við að „þær atvinnugreinar þar sem starfsfólk er alla jafna á lægri launum eru einnig í þeirri stöðu að laun og tengd gjöld eru lágt hlutfall af heildarkostnaði, eða um 10%. Sérstök hækkun lægstu launa ætti því ekki að þurfa að leiða til þess að verðlag hækki mikið.” Þá telur Ólafía allt stefna í að stýrivextir Seðlabankans verði hækkaðir á næstunni og segir hún ástæðu þess megi að miklu leyti rekja til orðræðu bankans í fjölmiðlum síðan samningarnir voru undirritaðir fyrir helgi. „Þannig hefur Seðlabankanum tekist að hækka þær væntingar sem hann vill halda niðri. Nú stefnir því allt í að Seðlabankinn muni hækka vexti til að ná niður væntingum sem hann hefur sjálfur tekið þátt í að þrýst upp á við. Skynsamlegra væri að bíða eftir áhrifum kjarasamninganna og grípa þá inn í með aðgerðum, ef þörf krefur,“ segir Ólafía en yfirlýsinguna í heild sinni má nálgast með því að smella hér Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, hnýtir í Má Guðmundsson seðlabankastjóra fyrir að gefa fyrirtækjum „grænt ljós á að hækka verð og fela sig á bak við það að laun hafi hækkað of mikið”. Þá sakar hún Seðlabankann einnig um að hafa talað talað óvarlega um áhrif launahækkana umfram 3,5% og segir bankann hafa leikið lykilþátt í því að verðbólguvæntingar hafa rokið upp að undanförnu. Þetta kemur fram í harðorði yfirlýsingu sem Ólafía sendi frá sér í dag. Tilefnið er viðtal við Má sem birtist síðastliðinn föstudag, skömmu eftir að nýir kjarasamningar voru undirritaðir á hinum almenna vinnumarkaði. Í viðtalinu sagði seðlabankastjóri að honum þætti ólíklegt að fyrirtæki í landinu gætu heilt yfir tekið á sig hina nýju kjarasamninga og því myndi verðlag í landinu að öllum líkindum hækka. Ólafía segir þessi orð Más í andstöðu við það sem kemur fram í nýjastas hefti Peningamála, riti Seðlabankans, þar sem greint er frá niðurstöðum könnunnar Gallup um væntingar stjórnenda.VÍSIR/GVA„Samkvæmt þeim eru stjórnendur bjartsýnir um þróun framlegðar (EBITDA) á næstu sex mánuðum og hefur bjartsýni þeirra ekki mælst meiri á þessum mælikvarða síðan í febrúar 2007. Þar segir einnig að þetta gæti verið vísbending um að fyrirtæki hafi nokkurt svigrúm til að taka á sig kostnaðarhækkanir án þess að velta þeim út í verðlag eða hægja á ráðningum. Það er því töluvert ósamræmi í orðum seðlabankastjóra og svörum stjórnenda fyrirtækja um getu fyrirtækjanna til að taka á sig aukinn kostnað,” segir Ólafía í tilkynningunni. Hún bætir við að „þær atvinnugreinar þar sem starfsfólk er alla jafna á lægri launum eru einnig í þeirri stöðu að laun og tengd gjöld eru lágt hlutfall af heildarkostnaði, eða um 10%. Sérstök hækkun lægstu launa ætti því ekki að þurfa að leiða til þess að verðlag hækki mikið.” Þá telur Ólafía allt stefna í að stýrivextir Seðlabankans verði hækkaðir á næstunni og segir hún ástæðu þess megi að miklu leyti rekja til orðræðu bankans í fjölmiðlum síðan samningarnir voru undirritaðir fyrir helgi. „Þannig hefur Seðlabankanum tekist að hækka þær væntingar sem hann vill halda niðri. Nú stefnir því allt í að Seðlabankinn muni hækka vexti til að ná niður væntingum sem hann hefur sjálfur tekið þátt í að þrýst upp á við. Skynsamlegra væri að bíða eftir áhrifum kjarasamninganna og grípa þá inn í með aðgerðum, ef þörf krefur,“ segir Ólafía en yfirlýsinguna í heild sinni má nálgast með því að smella hér
Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira