Menning

Kristín Jóhannesdóttir borgarlistamaður Reykjavíkur

Bjarki Ármannsson skrifar
Kristín ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og Elsu Yeoman, formanni menningar- og ferðamálaráðs borgarinnar.
Kristín ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og Elsu Yeoman, formanni menningar- og ferðamálaráðs borgarinnar. Mynd/Reykjavíkurborg
Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri er borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2015. Hún hlaut útnefninguna við hátíðlega athöfn í Höfða í dag, 17. júní.

Kristín á farsælan feril að baki sem leikstjóri kvikmynda, sjónvarpsmynda, leikrita og útvarpsleikrita auk þess að vera handritshöfundur og framleiðandi kvikmynda. Næsta verkefni Kristínar er kvikmyndin ALMA sem tekin verður upp í haust og er Kristín bæði handritshöfundur og leikstjóri kvikmyndarinnar.

„Kristín hefur verið virkur þátttakandi í uppbyggingu kvikmyndasviðs á Íslandi  og hefur kvatt sér eftirminnilega hljóðs á liðnum árum til að vekja athygli á skertum hlut kvenna í framlagi til kvikmyndagerðar,“ segir í tilkynningu frá borginni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.