Fótbolti

Ajax fær ekki að kaupa fyrr en Kolbeinn verður seldur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson í leik með Ajax.
Kolbeinn Sigþórsson í leik með Ajax. Vísir/Getty
Frank de Boer, knattspyrnustjóri Ajax, fær ekki að kaupa nýjan sóknarmann til félagsins fyrr en Kolbeinn Sigþórsson verður seldur.

Hollenska dagblaðið De Telegraaf greinir frá þessu en samkvæmt því vill félagið fá 3,5 milljónir evra - jafnvirði 520 milljóna króna - fyrir íslenska landsliðsmanninn.

Kolbeinn á eitt ár eftir af samningi sínum við Ajax en hefur sagt að það sé nú tímabært að fara frá félaginu.

Real Sociedad var sagt áhugasamt um að fá Kolbein en bauð aðeins leikmenn í skiptum. Ajax hafnaði því en samkvæmt frétt De Telegraaf hefur ekkert annað félag sett sig í samband við forráðamenn Ajax vegna Kolbeins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×