Fótbolti

Frábær fyrri hálfleikur tryggði Bólivíu stigin þrjú

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bólivía er komið í góða stöðu í A-riðli.
Bólivía er komið í góða stöðu í A-riðli. vísir/getty
Bólivía tyllti sér á topp A-riðils í Suður-Ameríkukeppninni með nokkuð óvæntum 3-2 sigri á Ekvador í kvöld.

Bólivíumenn eru nú með fjögur stig á toppi riðilsins en sú staða gæti breyst eftir leik Chile og Mexíkó sem hefst eftir um það bil hálftíma.

Bólivía byrjaði leikinn af miklum krafti og Ronald Raldes kom liðinu yfir á strax 5. mínútu.

Martin Smedberg-Dalence kom Bólivíu í 2-0 á 18. mínútu og tveimur mínútum fyrir hálfleik skoraði Marcelo Moreno þriðja markið úr vítaspyrnu. Í millitíðinni hafði Enner Valencia brennt af víti fyrir Ekvador.

Valencia minnkaði hins vegar muninn eftir þriggja mínútna leik í seinni hálfleik og níu mínútum fyrir leikslok skoraði Miller Bolanos annað mark Ekvador.

Nær komust þeir hins vegar ekki og Bólivía fagnaði góðum sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×