Segir Bandaríkin eiga betra skilið Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. júní 2015 21:10 Bush benti á marga vankanta bandaríska stjórnkerfisins í ræðu sinni í dag. Vísir/EPA Jeb Bush tilkynnti í dag um framboð sitt til forseta Bandaríkjanna, lofaði kjósendum sínum að bæta vinnubrögð bandaríska þingsins svo að efnahagur landsins gæti aftur tekið við sér og lýsti því yfir að „Bandaríkin ættu betra skilið.“ Hinn 62 ára gamli Bush tilkynnti um framboð sitt í Miami Dade háskólanum í Flórída en hann var ríkisstjóri fylkisins um átta ára skeið. Störf hans sem ríkisstjóri einkenndust af einkavæðingu, er fram kemur í frétt New York Times um tikynninguna, og sagði Bush að hann hefði fulla trú á því að hægt væri að bjarga Bandaríkjunum úr þeirri stöðu sem þau eru í nú. „Ég veit að við getum lagað þetta því ég hef gert það,“ sagði Bush á fundinum í Miami Dade í dag og hafa stjórnmálaskýrendur vestanhafs túlkað orð hans sem svo að hann boði einkavæðingu á landsvísu – nái hann kjöri. Í ræðu sinni sagði Jeb Bush að hann myndi gera hvað hann gæti til að draga úr þeirri miklu skriffinnsku sem hann sagði vera að sliga Bandaríkin. Þá varði hann töluverðum hluta ræðu sinnar í að útlista þann árangur sem hann náði sem ríkisstjóri Flórída, sérstaklega í menntamálum. „Eftir að við tókum skólakerfið í gegn hér í Flórída hækkuði einkunnir barna fátækra foreldra meira en í nokkru öðru fylki,“ sagði Bush meðal annars. Í ræðu sinni sló Bush einnig um sig með spænskukunnáttu sinni en Repúblikanaflokkurinn hefur lengi átt erfitt með að höfða til þeirra Bandaríkjamanna sem eru af Suður og Mið-amerísku bergi brotnir. Liðlega 27 ár eru síðan að faðir hans, George W. H. Bush var kjörinn forseti Bandaríkjanna er hann bar sigurorð af frambjóðenda demókrataflokksins, Michael Dukakis, árið 1988 og 15 ár síðan að bróðir hans gerði slíkt hið sama gegn Al Gore árið 2000. Hljóti Jeb Bush útnefningu repúblikanaflokksins geti þá farið svo að Clinton og Bush-fjölskyldurnar mætist öðru sinni í slagnum um forsetaembættið. Það gerðist síðast þegar George H. W. Bush og Bill Clinton, eiginmaður Hillary sem nú sækist eftir útnefningu demókrataflokksins, háðu marga hildina árið 1992. Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Sjá meira
Jeb Bush tilkynnti í dag um framboð sitt til forseta Bandaríkjanna, lofaði kjósendum sínum að bæta vinnubrögð bandaríska þingsins svo að efnahagur landsins gæti aftur tekið við sér og lýsti því yfir að „Bandaríkin ættu betra skilið.“ Hinn 62 ára gamli Bush tilkynnti um framboð sitt í Miami Dade háskólanum í Flórída en hann var ríkisstjóri fylkisins um átta ára skeið. Störf hans sem ríkisstjóri einkenndust af einkavæðingu, er fram kemur í frétt New York Times um tikynninguna, og sagði Bush að hann hefði fulla trú á því að hægt væri að bjarga Bandaríkjunum úr þeirri stöðu sem þau eru í nú. „Ég veit að við getum lagað þetta því ég hef gert það,“ sagði Bush á fundinum í Miami Dade í dag og hafa stjórnmálaskýrendur vestanhafs túlkað orð hans sem svo að hann boði einkavæðingu á landsvísu – nái hann kjöri. Í ræðu sinni sagði Jeb Bush að hann myndi gera hvað hann gæti til að draga úr þeirri miklu skriffinnsku sem hann sagði vera að sliga Bandaríkin. Þá varði hann töluverðum hluta ræðu sinnar í að útlista þann árangur sem hann náði sem ríkisstjóri Flórída, sérstaklega í menntamálum. „Eftir að við tókum skólakerfið í gegn hér í Flórída hækkuði einkunnir barna fátækra foreldra meira en í nokkru öðru fylki,“ sagði Bush meðal annars. Í ræðu sinni sló Bush einnig um sig með spænskukunnáttu sinni en Repúblikanaflokkurinn hefur lengi átt erfitt með að höfða til þeirra Bandaríkjamanna sem eru af Suður og Mið-amerísku bergi brotnir. Liðlega 27 ár eru síðan að faðir hans, George W. H. Bush var kjörinn forseti Bandaríkjanna er hann bar sigurorð af frambjóðenda demókrataflokksins, Michael Dukakis, árið 1988 og 15 ár síðan að bróðir hans gerði slíkt hið sama gegn Al Gore árið 2000. Hljóti Jeb Bush útnefningu repúblikanaflokksins geti þá farið svo að Clinton og Bush-fjölskyldurnar mætist öðru sinni í slagnum um forsetaembættið. Það gerðist síðast þegar George H. W. Bush og Bill Clinton, eiginmaður Hillary sem nú sækist eftir útnefningu demókrataflokksins, háðu marga hildina árið 1992.
Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Sjá meira