Handbolti

Danir unnu alla sína leiki - Hvít-Rússar fylgja þeim á EM

Guðmundur Guðmundsson stýrði danska landsliðinu af öryggi inn í úrslitakeppni EM.
Guðmundur Guðmundsson stýrði danska landsliðinu af öryggi inn í úrslitakeppni EM. vísir/getty
Rasmus Lauge skoraði 6 mörk þegar Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans unnu eins marks sigur á Bosníu og Hersegóvínu, 26-25, í Bröndby Hallen í kvöld.

Næstur Lauge í markaskorun var Mads Christiansen með fimm mörk en alls skoruðu tíu leikmenn Dana mörk í leiknum.

Danir fóru því með fullt hús stiga í gegnum undankeppnina, unnu alla sína sex leiki og enduðu með 12 stig.

Hvít-Rússar enduðu í 2. sæti riðilsins eftir 31-24 sigur á Litháen fyrr í dag. Það verða því Hvít-Rússar sem fylgja Dönum í úrslitkeppni EM sem fram fer í Póllandi í janúar á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×