Minnst átta manns létu lífið í flóðunum og fjölmargir eru heimilislausir. Meðal þeirra látnu eru þrír starfsmenn dýragarðsins. Tíu er saknað, samkvæmt AP fréttaveitunni.
BBC segir frá því að björgunarsveitir leiti nú í heimilum sem eru á kafi af íbúum sem sitji þar fastir. Tjónið í borginni er gífurlegt.