Suður-Ameríkukeppnin hefst í kvöld Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. júní 2015 17:00 Messi hefur gert 45 mörk í 97 landsleikjum fyrir Argentínu. vísir/getty Suður-Ameríkukeppnin í fótbolta hefst í kvöld með opnunarleik gestgjafa Chile og Ekvador á Estadio Nacional í Santíago. Þetta 44. Suður-Ameríkukeppnin í röðinni en hún var fyrst haldin í Argentínu árið 1916, eða fyrir 99 árum. Þetta er í sjöunda sinn sem keppnin er haldin í Chile. Úrúgvæ er sigursælasta lið í sögu keppninnar með 15 sigra, en Úrúgvæar unnu einmitt keppnina fyrir fjórum árum og hafa því titil að verja. Þeir verða hins vegar án Luís Suárez, síns besta manns, í Chile en hann er í banni frá alþjóðlegum fótbolta eftir að hafa bitið Giorgio Chiellini, leikmann Ítalíu, á HM síðasta sumar. Hinir tveir félagar Suárez í hinu ógurlega MSN-sóknartríói Barcelona, Lionel Messi og Neymar, verða hins vegar báðir með í Chile.Neymar er með væntingar brasilísku þjóðarinnar á bakinu.vísir/gettyMessi fer fyrir liði Argentínu sem stefnir á vinna keppnina í fyrsta sinn í 22 ár. Það er mikið í húfi fyrir Messi sjálfan en þrátt fyrir alla sína hæfileika og öll sín afrek með Barcelona hefur hann aldrei unnið neitt með landsliðinu, ef frá er talið gull á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Neymar er orðinn fyrirliði Brasilíu sem hefur unnið alla níu leiki sína síðan Dunga tók aftur við liðinu eftir HM á heimavelli í fyrra. Brasilíumenn hafa ýmislegt að sanna eftir hrakfarirnar gegn Þjóðverjum í undanúrslitum HM en þeir eru líklegir sigurvegarar ásamt Argentínu, Chile og jafnvel Kólumbíu. Leikið er í þremur fjögurra liða riðlum. Tvö efstu liðin úr hverjum riðli komast í 8-liða úrslitin ásamt þeim tveimur liðum sem eru með bestan árangur í 2. sæti. Fjögur lið sitja því eftir að riðlakeppninni lokinni. Öll 10 löndin í Suður-Ameríku taka þátt í keppninni, auk tveggja gestaþjóða sem að þessu sinni eru Jamaíka og Mexíkó. Keppninni lýkur með úrslitaleik á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, 4. júlí.Alexis Sánchez og félagar þykja líklegir til afreka á heimavelli.vísir/gettyRiðlarnir eru þannig skipaðir:Riðill A: Chile Mexíkó Ekvador BólivíaRiðill B: Argentína Úrúgvæ Paragvæ JamaíkaRiðill C: Brasilía Kólumbía Perú Venesúela Fótbolti Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Suður-Ameríkukeppnin í fótbolta hefst í kvöld með opnunarleik gestgjafa Chile og Ekvador á Estadio Nacional í Santíago. Þetta 44. Suður-Ameríkukeppnin í röðinni en hún var fyrst haldin í Argentínu árið 1916, eða fyrir 99 árum. Þetta er í sjöunda sinn sem keppnin er haldin í Chile. Úrúgvæ er sigursælasta lið í sögu keppninnar með 15 sigra, en Úrúgvæar unnu einmitt keppnina fyrir fjórum árum og hafa því titil að verja. Þeir verða hins vegar án Luís Suárez, síns besta manns, í Chile en hann er í banni frá alþjóðlegum fótbolta eftir að hafa bitið Giorgio Chiellini, leikmann Ítalíu, á HM síðasta sumar. Hinir tveir félagar Suárez í hinu ógurlega MSN-sóknartríói Barcelona, Lionel Messi og Neymar, verða hins vegar báðir með í Chile.Neymar er með væntingar brasilísku þjóðarinnar á bakinu.vísir/gettyMessi fer fyrir liði Argentínu sem stefnir á vinna keppnina í fyrsta sinn í 22 ár. Það er mikið í húfi fyrir Messi sjálfan en þrátt fyrir alla sína hæfileika og öll sín afrek með Barcelona hefur hann aldrei unnið neitt með landsliðinu, ef frá er talið gull á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Neymar er orðinn fyrirliði Brasilíu sem hefur unnið alla níu leiki sína síðan Dunga tók aftur við liðinu eftir HM á heimavelli í fyrra. Brasilíumenn hafa ýmislegt að sanna eftir hrakfarirnar gegn Þjóðverjum í undanúrslitum HM en þeir eru líklegir sigurvegarar ásamt Argentínu, Chile og jafnvel Kólumbíu. Leikið er í þremur fjögurra liða riðlum. Tvö efstu liðin úr hverjum riðli komast í 8-liða úrslitin ásamt þeim tveimur liðum sem eru með bestan árangur í 2. sæti. Fjögur lið sitja því eftir að riðlakeppninni lokinni. Öll 10 löndin í Suður-Ameríku taka þátt í keppninni, auk tveggja gestaþjóða sem að þessu sinni eru Jamaíka og Mexíkó. Keppninni lýkur með úrslitaleik á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, 4. júlí.Alexis Sánchez og félagar þykja líklegir til afreka á heimavelli.vísir/gettyRiðlarnir eru þannig skipaðir:Riðill A: Chile Mexíkó Ekvador BólivíaRiðill B: Argentína Úrúgvæ Paragvæ JamaíkaRiðill C: Brasilía Kólumbía Perú Venesúela
Fótbolti Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira