Handbolti

Vilja sameina gömlu Sovétríkin í handboltanum

Konstantin Igropulo er stærsta stjarna Rússa í handboltanum í dag.
Konstantin Igropulo er stærsta stjarna Rússa í handboltanum í dag. vísir/getty
Það er unnið að því í Rússlandi þessa dagana að búa til eina stóra handboltadeild með liðum frá Sovétríkjunum sálugu.

Hugmyndin er að búa til eina deild með liðum frá Rússland, Hvíta-Rússlandi, Úkraínu, Armeníu og Kasakstan.

Þessi hugmynd hefur þegar verið lögð fyrir Alþjóða handknattleikssambandið sem líst vel á hugmyndina.

„Eins og staðan er í dag í Úkraínu er þetta ekki hægt í dag. Stefnan er því að byrja á að sameina deildarnir í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi og vinna svo út frá því," sagði fyrrum markvörður Rússa, Andrei Lavrov, en hann er varaforseti rússnekska handknattleikssambandsins í dag.

Ef af verður mun sameiginleg deild hefjast tímabilið 2016-17.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×