Space X flaug sprakk í loft upp Samúel Karl Ólason skrifar 28. júní 2015 14:38 Geimflauginni var skotið í loft á þriðja tímanum. Vísir/AFP Falcon 9 geimflaug fyrirtækisins SpaceX sprakk í loft upp á leiðinni til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á þriðja tímanum. Hún var komin hátt á loft frá Canaveralhöfða í Flórída þegar hún sprakk. Um borð í flauginni voru birgðir til geimstöðvarinnar, en þetta er önnur birgðaflaugin í röð sem kemst ekki á leiðarenda og sú þriðja síðan í október. Starfsmenn NASA segja að þrátt fyrir það séu nægar birgðir af mat og nauðsynjum um borð í geimstöðinni. Birgðirnar munu þó duga fram í október. Ekki liggur fyrir hvers vegna flaugin sprakk. The vehicle experienced an anomaly on ascent. Team is investigating. Updates to come.— SpaceX (@SpaceX) June 28, 2015 Falcon 9 flaugunum er ætlað að lenda aftur eftir að þeim hefur verið skotið út í geim. Með því að endurnota geimflaugar væri hægt að spara gífurlega fjármuni og skjóta fleiri flaugum út í geim.Sjá einnig: Tókst næstum því að lenda geimflaug Space X segir að geimskotið hafi gengið vel, þar til flaugin náði hljóðhraða. Þetta átti að vera þriðja tilraun fyrirtækisins til að lenda Falcon 9 flaug á pramma í Atlantshafinu. Brak úr geimflauginni er sagt hafa lent í Atlantshafinu. Watched #Dragon launch from @space_station Sadly failed Space is hard Teams assess below @NASAKennedy #YearInSpace pic.twitter.com/myi3col5Ix— Scott Kelly (@StationCDRKelly) June 28, 2015 Hér má sjá hvernig SpacX ætlar sér að lenda geimflaugumMynd/SpaceXÍ október sprakk upp geimflaug frá fyrirtækinu Orbital Antares og í apríl misstu starfsmenn Geimstofnunar Rússlands stjórnina á geimflaug sem einnig átti að flytja birgðir til geimstöðvarinnar. Hún brann upp í gufuhvolfinu yfir Kyrrahafinu nokkrum dögum seinna. NASA reiðir sig nú á einkafyrirtæki til að flytja birgðir, og seinna meir geimfara, til geimstöðvarinnar eftir að notkun geimskutlanna var hætt árið 2011. Áður en þetta slys varð hafði SpaceX sent sjö geimför til geimstöðvarinnar og öll skotin höfðu heppnast vel. Allt skotferlið má sjá hér að neðan Tweets by @SpaceX Tengdar fréttir Skjóta geimflaug á loft Fyrirtækið SpaceX mun skjóta geimflaug til Alþjóða geimstöðvarinnar klukkan 11:20. 6. janúar 2015 10:48 Google fjárfestir í SpaceX Google og fjárfestingafélagið Fidelity hafa fjárfest fyrir samtals um einn milljarð dollara í geimferðafyrirtæki Elon Musk. 21. janúar 2015 07:00 Nú er hægt að fá espresso í geimnum Space X Dragon geimflaugin er komin að Alþjóðlegu geimstöðinni með byrgðir - og espresso vél. 17. apríl 2015 17:56 Tókst næstum því að lenda geimflaug Með því að ná að lenda eldflaugum og nota þær aftur, má draga gífurlega úr kostnaði við geimskot. 15. apríl 2015 22:30 Geimskotið tókst en lendingin ekki Byltingarkennd tilraun SpaceX til að lenda eldflaug aftur eftir geimskot, á pramma fljótandi á Atlantshafinu tókst ekki. 10. janúar 2015 10:57 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Falcon 9 geimflaug fyrirtækisins SpaceX sprakk í loft upp á leiðinni til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á þriðja tímanum. Hún var komin hátt á loft frá Canaveralhöfða í Flórída þegar hún sprakk. Um borð í flauginni voru birgðir til geimstöðvarinnar, en þetta er önnur birgðaflaugin í röð sem kemst ekki á leiðarenda og sú þriðja síðan í október. Starfsmenn NASA segja að þrátt fyrir það séu nægar birgðir af mat og nauðsynjum um borð í geimstöðinni. Birgðirnar munu þó duga fram í október. Ekki liggur fyrir hvers vegna flaugin sprakk. The vehicle experienced an anomaly on ascent. Team is investigating. Updates to come.— SpaceX (@SpaceX) June 28, 2015 Falcon 9 flaugunum er ætlað að lenda aftur eftir að þeim hefur verið skotið út í geim. Með því að endurnota geimflaugar væri hægt að spara gífurlega fjármuni og skjóta fleiri flaugum út í geim.Sjá einnig: Tókst næstum því að lenda geimflaug Space X segir að geimskotið hafi gengið vel, þar til flaugin náði hljóðhraða. Þetta átti að vera þriðja tilraun fyrirtækisins til að lenda Falcon 9 flaug á pramma í Atlantshafinu. Brak úr geimflauginni er sagt hafa lent í Atlantshafinu. Watched #Dragon launch from @space_station Sadly failed Space is hard Teams assess below @NASAKennedy #YearInSpace pic.twitter.com/myi3col5Ix— Scott Kelly (@StationCDRKelly) June 28, 2015 Hér má sjá hvernig SpacX ætlar sér að lenda geimflaugumMynd/SpaceXÍ október sprakk upp geimflaug frá fyrirtækinu Orbital Antares og í apríl misstu starfsmenn Geimstofnunar Rússlands stjórnina á geimflaug sem einnig átti að flytja birgðir til geimstöðvarinnar. Hún brann upp í gufuhvolfinu yfir Kyrrahafinu nokkrum dögum seinna. NASA reiðir sig nú á einkafyrirtæki til að flytja birgðir, og seinna meir geimfara, til geimstöðvarinnar eftir að notkun geimskutlanna var hætt árið 2011. Áður en þetta slys varð hafði SpaceX sent sjö geimför til geimstöðvarinnar og öll skotin höfðu heppnast vel. Allt skotferlið má sjá hér að neðan Tweets by @SpaceX
Tengdar fréttir Skjóta geimflaug á loft Fyrirtækið SpaceX mun skjóta geimflaug til Alþjóða geimstöðvarinnar klukkan 11:20. 6. janúar 2015 10:48 Google fjárfestir í SpaceX Google og fjárfestingafélagið Fidelity hafa fjárfest fyrir samtals um einn milljarð dollara í geimferðafyrirtæki Elon Musk. 21. janúar 2015 07:00 Nú er hægt að fá espresso í geimnum Space X Dragon geimflaugin er komin að Alþjóðlegu geimstöðinni með byrgðir - og espresso vél. 17. apríl 2015 17:56 Tókst næstum því að lenda geimflaug Með því að ná að lenda eldflaugum og nota þær aftur, má draga gífurlega úr kostnaði við geimskot. 15. apríl 2015 22:30 Geimskotið tókst en lendingin ekki Byltingarkennd tilraun SpaceX til að lenda eldflaug aftur eftir geimskot, á pramma fljótandi á Atlantshafinu tókst ekki. 10. janúar 2015 10:57 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Skjóta geimflaug á loft Fyrirtækið SpaceX mun skjóta geimflaug til Alþjóða geimstöðvarinnar klukkan 11:20. 6. janúar 2015 10:48
Google fjárfestir í SpaceX Google og fjárfestingafélagið Fidelity hafa fjárfest fyrir samtals um einn milljarð dollara í geimferðafyrirtæki Elon Musk. 21. janúar 2015 07:00
Nú er hægt að fá espresso í geimnum Space X Dragon geimflaugin er komin að Alþjóðlegu geimstöðinni með byrgðir - og espresso vél. 17. apríl 2015 17:56
Tókst næstum því að lenda geimflaug Með því að ná að lenda eldflaugum og nota þær aftur, má draga gífurlega úr kostnaði við geimskot. 15. apríl 2015 22:30
Geimskotið tókst en lendingin ekki Byltingarkennd tilraun SpaceX til að lenda eldflaug aftur eftir geimskot, á pramma fljótandi á Atlantshafinu tókst ekki. 10. janúar 2015 10:57