Innanríkisráðherra Frakklands hefur bannað leigubílaþjónustuna Uber. Hann hefur fyrirskipað lögreglu að fylgja banninu eftir. Leigubílastjórar lokuðu leiðum að flugvöllum og öðrum götum í París í dag.
Leigubílastjórarnir segja Uber sé að taka af þeim lífsviðurværið, en þeir þurfa að greiða þúsundir evra fyrir leyfi til að keyra leigubíl. Þeir brenndu dekk, veltu bílum og brutu rúður í mótmælunum í dag. Óeirðarlögregluþjónar þurftu að grípa inn í einhver mótmælanna.
Talsmaður stéttarfélags leigubílstjóra segir að þeir hafi tapað á milli 30 og 40 prósentum af tekjum sínum til Uber á síðustu tveimur árum.
Uber, sem hefur höfuðstöðvar í San Francisco í Bandaríkjunum, segir að notendur þeirra í Frakklandi séu um milljón talsins. Þeir hafa mætt samskonar vandræðum í fjölmörgum borgum í heiminum, þar sem leigubílstjórar mótmæla komu þeirra.
Fyrirtækið hefur notið gríðarlegra vinsælda í Bandaríkjunum og víðar. Viðskiptavinir þess panta sér bíl með appi í símanum og þar geta þeir séð á korti hvar bílarnir eru staðsettir.
Frakkar gera Uber ólöglegt

Tengdar fréttir

Hægt að panta leigubíl með appi hjá BSR
BSR hefur gefið út app sem hægt er að panta leigubíl með.

Franskir leigubílstjórar mótmæla Uber og loka leiðum að flugvöllum
Leigubílstjórarnir hafa lokað vegum að flugvöllum Parísarborgar og fjölmennasta hringveginum í kringum borgina.

Uber bannað í Taílandi
Ökumenn fyrirtækisins ekki með leyfi til að stunda akstur í atvinnuskyni.

Notandi dásamar Uber en leigubílstjórar eru uggandi
Bandaríska hugbúnaðar- og leigubílafyrirtækið Uber er með til skoðunar að hefja rekstur á Íslandi en fyrirtækið hefur notið gríðarlegra vinsælda í Bandaríkjunum og víðar.

Uber bannað á Spáni
Fjórða landið til að banna starfsemi fyrirtækisins í vikunni.

Uber vinnur að því að hefja starfsemi í Reykjavík
Hafa verið bannaðir í Indlandi eftir að bílstjóri var sakaður um nauðgun.