Erlent

Frakkar gera Uber ólöglegt

Samúel Karl Ólason skrifar
Leigubílsstjórar stöðvuðu umferð víða í París í dag.
Leigubílsstjórar stöðvuðu umferð víða í París í dag. Vísir/AFP
Innanríkisráðherra Frakklands hefur bannað leigubílaþjónustuna Uber. Hann hefur fyrirskipað lögreglu að fylgja banninu eftir. Leigubílastjórar lokuðu leiðum að flugvöllum og öðrum götum í París í dag.

Leigubílastjórarnir segja Uber sé að taka af þeim lífsviðurværið, en þeir þurfa að greiða þúsundir evra fyrir leyfi til að keyra leigubíl. Þeir brenndu dekk, veltu bílum og brutu rúður í mótmælunum í dag. Óeirðarlögregluþjónar þurftu að grípa inn í einhver mótmælanna.

Talsmaður stéttarfélags leigubílstjóra segir að þeir hafi tapað á milli 30 og 40 prósentum af tekjum sínum til Uber á síðustu tveimur árum.

Uber, sem hefur höfuðstöðvar í San Francisco í Bandaríkjunum, segir að notendur þeirra í Frakklandi séu um milljón talsins. Þeir hafa mætt samskonar vandræðum í fjölmörgum borgum í heiminum, þar sem leigubílstjórar mótmæla komu þeirra.

Fyrirtækið hefur notið gríðarlegra vinsælda í Bandaríkjunum og víðar. Viðskiptavinir þess panta sér bíl með appi í símanum og þar geta þeir séð á korti hvar bílarnir eru staðsettir.


Tengdar fréttir

Uber bannað í Taílandi

Ökumenn fyrirtækisins ekki með leyfi til að stunda akstur í atvinnuskyni.

Notandi dásamar Uber en leigubílstjórar eru uggandi

Bandaríska hugbúnaðar- og leigubílafyrirtækið Uber er með til skoðunar að hefja rekstur á Íslandi en fyrirtækið hefur notið gríðarlegra vinsælda í Bandaríkjunum og víðar.

Uber bannað á Spáni

Fjórða landið til að banna starfsemi fyrirtækisins í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×