Erlent

Höfundur My heart will go on talinn látinn

Samúel Karl Ólason skrifar
James Horner.
James Horner. Vísir/EPA
Óskarsverðlaunahafinn James Horner er talinn hafa látið lífið í flugslysi í Kaliforníu. Eins hreyfla flugvél, sem er skráð á hann brotlendi í Kaliforníu í gær. Flugmaður vélarinnar var einn í vélinni og lét hann lífið, en ekki er búið að bera kennsl á líkið. Lögmaður Horner segir að enginn hafi heyrt frá honum síðan flugvélin brotlenti.

„Ef þetta var hans flugvél og hann var ekki í henni, væri hann búinn að hringja.“ Þetta er haft eftir lögmanninum Jay Cooper á vef Sky News.

Celine Dion hefur birt yfirlýsingu á heimasíðu sinni þar sem hún vottar fjölskyldu Horner samúð sína. Söngkonan söng hið vinsæla lag My heart will go on, titillag Titanic, sem Horner samdi. Hann samdi einnig tónlistina fyrir myndir eins og Alien, Apollo 13, Field of Dreams, Braveheart og Avatar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×