Menning

Snorri leitar að líki til að dansa við

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Mynd/Snorri Ásmundsson
Snorri Ásmundsson listamaður fer ótroðnar slóðir í listsköpun sinni en á Facebook-síðu sinni auglýsir hann eftir deyjandi einstaklingi sem er reiðubúinn að leyfa sér að dansa við líkamsleifar sínar eftir andlátið.

Snorri sagði í samtali við Reykjavík Síðdegis að hann hefði fyrst auglýst eftir líkamsleifum skömmu fyrir hrun árið 2008. Síðan þá hafi hann reglulega sent frá sér auglýsingar með það að markmiði að fá efnivið í myndbandsverk.

„Ég er búinn að vera með þetta vídjóverk í huga síðan 2008 og ég ætla semsagt að dansa við líkið,” sagði Snorri – sem nú er staddur í hitastækju í Póllandi.

Hann sagði að tilgangur verksins væri að vekja upp ýmsar spurningar sem og að spyrja fjölda áleitinna spurninga . Auk þess sé hann að ögra sjálfum sér.

„Ég hef örugglega ekki getu til að vera mikið í kringum dauðar manneskjur,” sagði Snorri og bætti við hann sæi fyrir sér að verkið yrði að öllum líkindum kómískt, fallegt og skemmtilegt verk.

Enginn hefur þó enn gefið sig fram að sögn Snorra - að frátöldum manni sem bauð lík sitt fram á sínum tíma en læknaðist síðan af sjúkdómnum sem átti að draga hann til dauða.

Snorri leiti því enn að líkamsleifum sem hann hyggst dansa við í um klukkustund áður en hann skilar því aftur „í sama ástandi og ég fékk það,“ eins og Snorri komst að orði í samtalinu við Reykjavík Síðdegis sem hlýða má hér að ofan.

Þá má sjá nýjustu Facebook-færslu Snorra um málið hér að neðan.

Looking for dead bodies in the name of the art. I need a corpse for a video installation. If you are dying I would like...

Posted by Snorri Asmundsson on Monday, 16 July 2012





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.