Fótbolti

Andrea Pirlo genginn í raðir New York City FC

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Andrea Pirlo og Frank Lampard spila saman á miðjunni hjá New York næstu misserin.
Andrea Pirlo og Frank Lampard spila saman á miðjunni hjá New York næstu misserin. vísir/getty
Juventus staðfestir á Twitter-síðu sinni í dag að Andrea Pirlo, miðjumaður liðsins til síðustu fjögurra ára, sé genginn í raðir New York City FC í bandarísku MLS-deildinni.

Hann hefur verið í New York undanfarna daga að ganga frá sínum málum, en Pirlo verður nú samherji Franks Lampards og spænska sóknarmannsins Davids Villa hjá nýliðunum í MLS-deildinni.

Pirlo kom til Juventus frá AC Milan fyrir fjórum árum síðan og vann ítölsku deildina með liðinu öll fjögur árin.

Hann komst með Juventus í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð þar sem liðið tapaði fyrir Barcelona, 2-1.

New York City FC er í sjöunda sæti af tíu liðum í austurdeild MLS eftir 18 leiki með 20 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×