Handbolti

Guðjón Valur í liði ársins á Spáni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson.
Guðjón Valur Sigurðsson. Vísir/EPA
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins og vinstri hornamaður spænska stórliðsins Barcelona, hefur bætt enn einni skrautfjöðrinni á frábæran feril sinn.

Guðjón Valur, sem var að klára sitt fyrsta tímabil með Barcelona, var valinn í lið ársins í spænsku ASOBAL-deildinni. Guðjón Valur fékk 22 prósent atkvæða í stöðu vinstri hornamanns í úrvalsliðinu en í öðru sæti var José Mario Carrillo Gutiérrez hjá Ademar León með 19,8 prósent. Þriðji var síðan Juan García Lorenzana hjá Naturhouse La Rioja með 11,2 prósent.

Reyndar á Barcelona alla sjö leikmennina í úrvalsliðinu en Barcelona vann alla 30 leiki sína í deildinni og það með 13,5 mörkum að meðaltali í leik.

Barcelona fékk 12 stigum meira en næsta lið sem var Ciudad de Logrono og 17 stigum meira en BM Granollers sem endaði í þriðja sætinu.

Guðjón Valur var markahæsti leikmaður Barcelona á tímabilinu með 135 mörk eða 4,8 mörk að meðaltali í leik. Kiril Lazarov kom næstur með 120 mörk og Siarhei Rutenka skoraði 107 mörk.

Guðjón Valur nýtti 79 prósent skota sinna (135 af 170) en hann skoraði 23 mörk úr vítum og 48 mörk úr hraðaupphlaupum samkvæmt opinberri tölfræði spænsku deildarinnar.



Lið ársins í spænsku ASOBAL-deildinni

Markmaður: Gonzalo Pérez de Vargas Moreno (FC. Barcelona)

Vinstra horn: Guðjón Valur Sigurðsson (FC. Barcelona)

Vinstri skytta: Nikola Karabatic (FC. Barcelona)

Leikstjórnandi: Raúl Entrerríos Rodríguez (FC. Barcelona)

Hægri skytta: Kiril Lazarov (FC. Barcelona)

Hægra horn: Víctor Tomàs González (FC. Barcelona)

Lína: Jesper Brian Noddesbo (FC. Barcelona)

Þjálfari: Xavier Pascual Fuertes (FC. Barcelona)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×