Handbolti

Karabatic yfirgefur Guðjón Val og Barcelona

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nikola Karabatic fagnar með Guðjón Val og félögum þeirra í Barcelona-liðinu.
Nikola Karabatic fagnar með Guðjón Val og félögum þeirra í Barcelona-liðinu. Vísir/AFP
Nikola Karabatic, einn af bestu handboltamönnum heims, ætlar ekki að spila áfram með spænska liðinu Barcelona og hefur nýtt sér klausu í samningi sínum til að fá sig lausan.

Nikola Karabatic var liðsfélagi Guðjón Vals Sigurðssonar í vetur en Barcelona vann alla titla í boði þar á meðal Meistaradeildina. Guðjón Valur var þar að vinna Meistaradeildina í fyrsta sinn en þetta var í þriðja sinn sem Karabatic vinnur Meistaradeildina.  

Karabatic er orðinn 31 árs gamall og er búinn að spila með Barcelona frá 2013. Karabatic vann alls 9 titla með Barcelona-liðinu á þessum tveimur tímabilum.

Nikola Karabatic er nú ríkjandi Heims-, Evrópu- og Ólympíumeistari með Franska landsliðinu en hann hefur unnið átta stórmótagull með Frökkum.

Xavier Pascual, þjálfari Barcelona, segir spænska félagið skilja afstöðu Karabatic eftir að hafa heyrt hans rök fyrir að yfirgefa Katalóníu.

Það bíða margir spenntir eftir því að sjá með hvaða liði Karabatic ætlar að spila á næsta tímabili en hann hefur meðal annars verið orðaður við franska liðið Paris Saint Germain.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×