Handbolti

Birna Berg fer ekki til Þýskalands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Daníel
Ekkert verður af því að Birna Berg Haraldsdóttir komi til þýska félagsins Koblenz/Weibern eins og til stóð. Birna Berg sleit krossband í hné í leik með íslenska landsliðinu í byrjun síðasta mánaðar.

Fram kom á heimasíðu félagsins í dag að það hafi verið niðurstaða beggja aðila að rifta samningnum. Þar segir að hún verði í endurhæfingu á Íslandi og í Svíþjóð, þar sem hún lék með Sävehof á síðustu leiktíð.

Birna Berg hafði samið til Koblenz/Weibern til tveggja ára með uppsagnarákvæði eftir fyrra árið. Hildur Þorgeirsdóttir var einnig á mála hjá félaginu en hún er gengin til liðs við Fram.


Tengdar fréttir

Birna Berg til Þýskalands

Handknattleikskonan Birna Berg Haraldsdóttir hefur ákveðið að færa sig um set frá Svíþjóð til Þýskalands, en þar gengur hún í raðir VL Koblenz/Weibern.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×