Erlent

Fordæma árásina á Vucic

Fólk kastaði ýmsu lauslegu í ráðherrann sem neyddist til að flýja athöfnina.
Fólk kastaði ýmsu lauslegu í ráðherrann sem neyddist til að flýja athöfnina. vísir/epa
Fulltrúar allra þjóðarbrota í Bosníu hafa fordæmt árásina á Aleksandar Vucic, forsætisráðherra Serbíu, á minningarathöfn vegna fjöldamorðanna í Srebrenica í gær. Vucic neyddist til að flýja athöfnina þegar fólk byrjaði að kasta grjóti, flöskum og öðru lauslegu í hann.

Ráðherrann fékk meðal annars stein í andlitið með þeim afleiðingum að gleraugu hans brotnuðu. Þúsundir manna voru viðstaddir athöfnina í gær, þar á meðal ættingjar þeirra sém létu lífið í fjöldamorðunum fyrir tuttugu árum.

Í yfirlýsingunni sem fulltrúar þjóðarbrotanna sendu frá sér í gær er Vucic og aðrir erlendir gestir enn fremur beðnir afsökunar á árásinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×