Slæmt að sjúklingar þurfi að leita réttar síns fyrir dómstólum þóra kristín ásgeirsdóttir skrifar 11. júlí 2015 15:39 "Mér finnst mjög erfitt fyrir okkur á Landspítalanum að fagna því að einstaklingur þurfi að fara í mál til þess að sækja þann rétt sem hann telur sig hafa," segir María. vísir/gva María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans, segir slæmt að sjúklingar þurfi að leita réttar síns fyrir dómstólum en þó sé það jákvætt ef það verður til þess að málið leysist. Fanney Björk Ásbjörnsdóttir fær flýtimeðferð en hún stefndi ríkinu sem synjar henni um nauðsynlega lyfjameðferð við lifrarbólgu C. Lyfjagreiðslunefnd synjaði Fanneyju um lyfin þar sem að kostnaðurinn rúmaðist ekki innan fjárlaga. Hjördís Birna Hjartardóttir lögfræðingur krefst þess fyrir hönd Fanneyjar að synjunin verði felld úr gildi. Ekki sé hægt að neita fólki um grundvallarmannréttindi svo sem nauðsynlega læknismeðferð með því að vísa í fjárhag ríkisins. María Heimisdóttir segir að ekki sé um það deilt að það þurfi að meðhöndla þessa sjúklinga. Til þess þurfi að finna fjármuni og það sé á forræði stjórnmálamanna. „Frá sjónarhóli Landspítalans þá er flöskuhálsinn einfaldlega sá að þær fjárheimildir sem sjúkratryggingar Íslands hafa til þess að greiða fyrir þessi sérstöku, dýru lyf. Þær fjárveitingar eru í rauninni þegar ráðstafað í önnur lyf og þetta lyf í rauninni rúmast ekki innan þeirra fjárveitinga sem sjúkratryggingar hafa í ár. Það er ekki vegna þess að menn átti sig ekki á því að hér eru mikilvæga meðferð að ræða en fjárveitingar stofnunarinnar hafa ekki dekkað þetta,“ segir hún. María segir að í einstaka tilfellum kunni að vera nauðsynlegt að fara með slík mál fyrir dómstóla en hún voni að málið leysist sem fyrst og þá með öðrum hætti. „Mér finnst mjög erfitt fyrir okkur á Landspítalanum að fagna því að einstaklingur þurfi að fara í mál til þess að sækja þann rétt sem hann telur sig hafa. En ef það verður til þess að málið leysist og þessi mál skýrist í framhaldinu þá er það í sjálfu sér ágætt en við hefðum gjarnan vilja hafa frekari aðgang að fjármunum í þennan málaflokk en það er auðvitað þannig að það verður að forgangsraða.“ Tengdar fréttir Fær ekki nauðsynleg lyf til að ná bata af lifrarbólgu C Fanney Björk smitaðist af lifrarbólgu C við blóðgjöf eftir barnsburð árið 1983 en greindist ekki fyrr en árið 2010. Hún hefur fengið neitun um að fá lyf sem myndu líklega hjálpa henni að ná bata af sjúkdóminum. 10. júní 2015 07:00 Synjað um lyf við lifrarbólgu C: Mál Fanneyjar Bjarkar gegn ríkinu fær flýtimeðferð Fanney hefur lengi verið óvinnufær, verið mjög þjáð og metin með 65 prósent varanlega örorku en fyrst fyrir tíu árum kom í ljós hvað olli veikindunum. 10. júlí 2015 18:03 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Fleiri fréttir Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Sjá meira
María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans, segir slæmt að sjúklingar þurfi að leita réttar síns fyrir dómstólum en þó sé það jákvætt ef það verður til þess að málið leysist. Fanney Björk Ásbjörnsdóttir fær flýtimeðferð en hún stefndi ríkinu sem synjar henni um nauðsynlega lyfjameðferð við lifrarbólgu C. Lyfjagreiðslunefnd synjaði Fanneyju um lyfin þar sem að kostnaðurinn rúmaðist ekki innan fjárlaga. Hjördís Birna Hjartardóttir lögfræðingur krefst þess fyrir hönd Fanneyjar að synjunin verði felld úr gildi. Ekki sé hægt að neita fólki um grundvallarmannréttindi svo sem nauðsynlega læknismeðferð með því að vísa í fjárhag ríkisins. María Heimisdóttir segir að ekki sé um það deilt að það þurfi að meðhöndla þessa sjúklinga. Til þess þurfi að finna fjármuni og það sé á forræði stjórnmálamanna. „Frá sjónarhóli Landspítalans þá er flöskuhálsinn einfaldlega sá að þær fjárheimildir sem sjúkratryggingar Íslands hafa til þess að greiða fyrir þessi sérstöku, dýru lyf. Þær fjárveitingar eru í rauninni þegar ráðstafað í önnur lyf og þetta lyf í rauninni rúmast ekki innan þeirra fjárveitinga sem sjúkratryggingar hafa í ár. Það er ekki vegna þess að menn átti sig ekki á því að hér eru mikilvæga meðferð að ræða en fjárveitingar stofnunarinnar hafa ekki dekkað þetta,“ segir hún. María segir að í einstaka tilfellum kunni að vera nauðsynlegt að fara með slík mál fyrir dómstóla en hún voni að málið leysist sem fyrst og þá með öðrum hætti. „Mér finnst mjög erfitt fyrir okkur á Landspítalanum að fagna því að einstaklingur þurfi að fara í mál til þess að sækja þann rétt sem hann telur sig hafa. En ef það verður til þess að málið leysist og þessi mál skýrist í framhaldinu þá er það í sjálfu sér ágætt en við hefðum gjarnan vilja hafa frekari aðgang að fjármunum í þennan málaflokk en það er auðvitað þannig að það verður að forgangsraða.“
Tengdar fréttir Fær ekki nauðsynleg lyf til að ná bata af lifrarbólgu C Fanney Björk smitaðist af lifrarbólgu C við blóðgjöf eftir barnsburð árið 1983 en greindist ekki fyrr en árið 2010. Hún hefur fengið neitun um að fá lyf sem myndu líklega hjálpa henni að ná bata af sjúkdóminum. 10. júní 2015 07:00 Synjað um lyf við lifrarbólgu C: Mál Fanneyjar Bjarkar gegn ríkinu fær flýtimeðferð Fanney hefur lengi verið óvinnufær, verið mjög þjáð og metin með 65 prósent varanlega örorku en fyrst fyrir tíu árum kom í ljós hvað olli veikindunum. 10. júlí 2015 18:03 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Fleiri fréttir Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Sjá meira
Fær ekki nauðsynleg lyf til að ná bata af lifrarbólgu C Fanney Björk smitaðist af lifrarbólgu C við blóðgjöf eftir barnsburð árið 1983 en greindist ekki fyrr en árið 2010. Hún hefur fengið neitun um að fá lyf sem myndu líklega hjálpa henni að ná bata af sjúkdóminum. 10. júní 2015 07:00
Synjað um lyf við lifrarbólgu C: Mál Fanneyjar Bjarkar gegn ríkinu fær flýtimeðferð Fanney hefur lengi verið óvinnufær, verið mjög þjáð og metin með 65 prósent varanlega örorku en fyrst fyrir tíu árum kom í ljós hvað olli veikindunum. 10. júlí 2015 18:03