Fótbolti

Þjálfari Mexíkó neitar að hafa kýlt blaðamann: Ég ýtti honum bara

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Miguel Herrera er sérstakur gaur.
Miguel Herrera er sérstakur gaur. vísir/getty
Miguel Herrera, þjálfari Mexíkó, neitar því að hafa kýlt blaðamanninn Christian Marinoli eftir sigur liðsins í Gullbikarnum.

Martinoli, sem starfar fyrir TV Azteca, sagði í viðtali við AS Mexico að hann hefði rekist á Herrera á flugvelli þegar þeir voru komnir í gegnum leitarhliðið.

Blaðamaðurinn sagði enn fremur að Herrera hefði kýlt hann í hnakkann, en Herrera er þekktur fyrir að vera með mikið skap.

Martinoli var mjög gagnrýnin á spilamennsku Mexíkó í Gullbikarnum þrátt fyrir sigur liðsins í keppninni.

„Ég ýtti honum bara. Við vorum að rífast og ég ýtti honum,“ segir Herrera í viðtali við El Universal, en hann neitar því alfarið að hafa kýlt Martinoli. „Ég er ekki svo heimskur,“ bætir Miguel Herrera við.

Mexíkóska knattspyrnusambandið er sagt vilja komast hjá því að reka Herrera úr starfi og heldur hann væntanlega starfinu finnist engin sönnunargögn í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×