Erlent

9 létust í árás á lögreglustöð á Indlandi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hryðjuverkaárásir eru ekki tíðar í Gurdaspor þrátt fyrir nálægð við Kashmir-hérað.
Hryðjuverkaárásir eru ekki tíðar í Gurdaspor þrátt fyrir nálægð við Kashmir-hérað.
Þrír árásármenn réðust inn í lögreglustöð í Gurdaspur í Punjab-héraði á Indlandi fyrr í dag og hófu skotárás. Sex manns létust í árásinni, þrír almennir borgarar og þrír lögreglumenn, þar á meðal yfirmaður lögreglunnar í Punjab-ríki.

Árásarmennirnir höfðu stolið bíl og skotið á strætisvagnastöð áður en að þeir héldu inn í lögreglustöðina þar sem þeir komu sér fyrir og hófu skothríð. Árásarmennirnir sem klæddust herklæðnaði og voru vel vopnum búnir létust allir þegar lögreglan réðst til atlögu gegn þeim.

Gurdaspur er við landamæri Indlands og Pakistan, ekki langt frá Kashmir-héraði en ríkin tvö hafa eldað grátt silfur vegna yfirráða yfir héraðinu. Talið er að árásarmennirnir hafi komið frá þeim hluta Kashmir-héraðs sem Indland hefur yfirráð yfir. Undanfarin ár hafa hryðjuverkamenn frá Pakistan gert árásir á skotmörk í Indlandi. Þær mannskæðustu áttu sér stað árið 2008 þegar 171 lét lífið í fjögurra daga hryðjuverkaárásum í Mumbai, fjölmennustu borg Indlands.

Nawaz Sharif, utanríkisráðherra Pakistan, fordæmdi árásina í Gurdaspur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×