Fótbolti

Tap hjá Gautaborg og Álasund

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron Elís í búningi Álasund.
Aron Elís í búningi Álasund. vísir/heimasíða álasund
Aron Elís Þrándarson var í byrjunarliði Álasund sem tapaði 1-0 á útivelli gegn Bodø/Glimt í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Staðan var markalaus í hálfleik, en eina mark leiksins gerði Papa Alioune Ndiaye á 63. mínútu. Sex mínútum síðar fékk Aron Elís algjört dauðafæri, en brást bogalistinn og lokatölur 1-0.

Aron Elís spilaði allan leikinn, en Daníel Leó Grétarsson var ekki í leikmannahóp Álasund sem er í ellefta sætinu.

Hjálmar Jónsson sat allan tímann á varamannabekk Gautaborgar sem tapaði óvænt 1-0 gegn Falkenberg á útivelli í sænsku úrvalsdeildini. Gautaborg er þó enn á toppnum með 35 stig, en Norrköping getur skotist á toppinn með sigri á Hammarby á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×