Matthías Vilhjálmsson gengur í raðir stórveldisins Rosenborg á morgun, en þetta kemur fram á heimasíðu Start. Félögin hafa komist að samkomulagi um kaupverð og skrifar hann undir tveggja og hálfs árs samning á morgun.
Matthías spilaði sinn síðasta leik fyrir Start í kvöld þegar liðið tapaði 3-0 fyrir Viking, en Ísfirðingurinn hefur verið í þrjú ár hjá Start og skorað 41 deildarmark í 91 leik.
„Ég gat ekki sleppt tækifærinu að spila fyrir Rosenborg. Ég hef samt verið mjög ánægður hjá Start og er þakklátur fyrir að félagið gaf mér tækifæri til að koma til Noregs,“ segir Matthías á heimasíðu liðsins.
Rosenborg er á toppi deildarinnar og stefnir hraðbyri að 23. Noregsmeistaratitlinum, en liðið pakkaði KR saman, 3-0, í Evrópudeildinni í gær og fór áfram samanlagt, 4-0.
Matthías sló í gegn með FH áður en hann gekk í raðir Start, en fram kemur í frétt Start að landsliðsdraumar hans hafi haft mikið að segja með ákvörðunina að fara til Þrándheims.
Matthías gengur í raðir Rosenborg á morgun
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn


Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld
Íslenski boltinn






Falko: Zarko og Matej voru frábærir
Körfubolti