Erlent

Árásarmaðurinn í Lafayette nafngreindur

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla í Lafayette ræðir við blaðamenn.
Lögregla í Lafayette ræðir við blaðamenn. Vísir/AP
Lögregla í Louisiana hefur nafngreint manninn sem skaut tvo gesti kvikmyndahúss til bana og særði níu til viðbótar í borginni Lafayette í nótt.

Maðurinn hét John Russell Houser, 59 ára gamall frá Alabama. Hann svipti sig lífi eftir að hafa skotið gesti kvikmyndahússins.

Sjónarvottar segja Houser hafa setið í salnum líkt og hver annar áður en hann hóf skothríðina með skammbyssu sinni.

Talsmaður lögreglu segir Houser hafa dvalið á nálægu móteli síðustu vikurnar en ekki liggur fyrir um ástæður árásarinnar. Í mótelherbergi mannsins hafa fundist hárkollur, gleraugu og ýmislegt fleira, auk þess að skipt hafði verið um bílnúmer á bíl mannsins.

Um hundrað manns voru í salnum þar sem verið var að sýna myndina Trainwreck, en Houser hóf skothríðina þegar um tuttugu mínútur voru liðnar af sýningunni.

Hinn 32 ára Josh Doggett, sem sjálfur var í salnum, segir í samtali við NBC að árásarmaaðurinn hafi setið efst til vinstri í salnum. „Margir héldu að þetta væri hluti af sýningunni. Það var smá hik, en síðan hélt skothríðin áfram.“

Doggett segir mannin ekki hafa verið taugastrekktan eða hvikulan – einfaldlega gengið niður ganginn og skotið.

**Media Update: Lafayette Grand Theater Shooting**July 24, 2015 Lafayette Grand Theater ShootingLAFAYETTE, LA- At...

Posted by Louisiana State Police on Friday, 24 July 2015

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×