Enski boltinn

Giroud búinn að skrifa undir nýjan þriggja ára samning við Arsenal

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Giroud er að hefja sitt fjórða tímabil með Arsenal.
Giroud er að hefja sitt fjórða tímabil með Arsenal. vísir/afp
Samkvæmt heimildum ESPN hefur Oliver Giroud skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Arsenal.

Franski framherjinn kom til Arsenal frá Montpellier árið 2012 og hefur síðan þá 58 mörk í 134 leikjum fyrir Skytturnar.

Giroud gerði 19 mörk í öllum keppnum á síðasta tímabili og var næstmarkahæsti leikmaður Arsenal á eftir Alexis Sánchez.

Þrátt fyrir nýja samninginn er talið að Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, sé á höttunum eftir nýjum framherja. Lukas Podolski hefur verið seldur til Galatasary og þá er Yaya Sanogo farinn til Ajax á láni.

Arsenal endaði í 3. sæti úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili, auk þess sem liðið varð bikarmeistari eftir 4-0 sigur á Aston Villa í úrslitaleik á Wembley.


Tengdar fréttir

Szczesny á förum frá Arsenal

Fyrrum aðalmarkvörður Arsenal er líklegast á leiðinni í ítalska boltann en hann er númer þrjú í goggunarröðinni hjá Arsenal þessa dagana.

Peningur til staðar fyrir nýjum leikmanni

Stjórnarformaður Arsenal segir að Arsenal hafi fjármagn til að kaupa hvaða leikmann sem er í heiminum nema Lionel Messi og Cristiano Ronaldo en félagið er á höttunum eftir framherja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×