Enski boltinn

Peningur til staðar fyrir nýjum leikmanni

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Leikmenn Arsenal eiga von á nýjum framherja.
Leikmenn Arsenal eiga von á nýjum framherja. Vísir/Getty
Stjórnarformaður Arsenal, Lord Harris, segir að peningurinn sé til staðar til þess að kaupa hvaða leikmann sem er í heiminum fyrir utan Lionel Messi og Cristiano Ronaldo, óski Wenger þess að kaupa nýjan leikmann í sumar.

Gefur það til kynna að Arsenal sé tilbúið að greiða metupphæð innan félagsins fyrir nýjan framherja. Hafa ensku miðlarnir verið duglegir að orða Arsenal við framherja út um alla Evrópu undanfarnar vikur en þar má helst nefna Karim Benzema, leikmann Real Madrid og Gonzalo Higuain, leikmann Napoli.

Sagði Harris að Arsenal þyrfti ekki lengur að hafa áhyggjur af fjármálunum en félagið hefur undanfarin ár verið að greiða upp lán sem tekið var við uppbygging á Emirates vellinum.

„Við þurftum að passa upp á eyðsluna þegar við vorum að flytja okkur yfir á Emirates völlinn en staðan er önnur í dag. Við höfum fjármagnið til að fara og kaupa hvaða leikmann sem er í heiminum fyrir utan nokkra á borð við Cristiano Ronaldo, Lionel Messi. Markmiðið er að bæta við framherja og við erum tilbúnir að greiða metfé fyrir rétta leikmanninn ef Wenger biður um hann.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×