Erlent

NASA búin að finna aðra „Jörð“

Atli Ísleifsson skrifar
Kepler-sjónaukinn, sem skotið var á loft í mars 2009, hefur áður uppgötvað rúmlega þúsund reikistjörnur í geimnum.
Kepler-sjónaukinn, sem skotið var á loft í mars 2009, hefur áður uppgötvað rúmlega þúsund reikistjörnur í geimnum. Mynd/NASA
Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur greint frá því að reikistjarna hafi fundist í Vetrarbrautinni sem svipar til Jarðarinnar.

Í frétt BBC segir að reikistjarnan, sem gengur undir nafninu Kepler-452b, hringsóli um stjörnu sína í svipaðri fjarlægð og Jörðin, en að radíus reikistjörnunnar sé um sextíu prósent stærri.

Sól reikistjörnunnar er álíka stór og björt líkt og sólin okkar, en umtalsvert eldri. Slíkar reikistjörnur vekja sérstakan áhuga hjá stjarneðlisfræðingum þar sem þær eru mögulega nægilega litlar og kaldar til að hýsa vatn á fljótandi formi og því mögulega lífvænlegar.

Kepler-sjónaukinn, sem skotið var á loft í mars 2009, hefur áður uppgötvað rúmlega þúsund reikistjörnur í geimnum.

Á Stjörnufræðivefnum segir að sjónaukinn fylgist stöðugt með birtu um það bil 150 þúsund stjarna á meginröð á svæði milli Svansins og Hörpunnar, í þeirri von að greina lotubundnar birtubreytingar á stjörnum sem gætu orsakast af þvergöngu reikistjarna.

Earth's bigger, older cousin! With the help of our Kepler Mission, we've confirmed the first near-Earth-size planet in...

Posted by NASA - National Aeronautics and Space Administration on Thursday, 23 July 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×