Erlent

Lágmarkstímakaup á skyndibitastöðum í New York hækkar

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Starfsmenn skyndibitastaða lögðu tímabundið niður störf í apríl síðastliðnum.
Starfsmenn skyndibitastaða lögðu tímabundið niður störf í apríl síðastliðnum. V'isir/AFP
Lágmarkstímakaup starfsmanna á skyndibitastöðum í New York mun hækka í fimmtán dollara, jafnvirði rúmlega tvö þúsund króna, á næstu þremur árum.

New York Times greinir frá þessu. Hækkunin nær enn sem komið er einungis til New York-ríkis en aðrir starfsmenn gætu átt von á að þurfa að bíða allt til ársins 2021 eftir launahækkun.

Ólga hefur ríkt meðal starfsmanna skyndibitastaða vegna lágra launa og lögðu þeir tímabundið niður störf í apríl síðastliðnum.

Lágmarkslaun í Bandaríkjunum eru 7,25 dalir á tímann en í New York eru þau 8,75 dalir, því ekki öll ríki hafa sömu lágmarkslaun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×