Erlent

Franskir bændur loka vegum í kringum Lyon

Atli Ísleifsson skrifar
Franska ríkisstjórnin tilkynnti í gær um 600 milljóna evra neyðarpakka til bænda í formi skattaafsláttar.
Franska ríkisstjórnin tilkynnti í gær um 600 milljóna evra neyðarpakka til bænda í formi skattaafsláttar. Vísir/AFP
Fleiri hundruð ósáttra bænda hafa lokað vegum inn í Lyon, næststærstu borgar Frakklands, í dag til að vekja athygli á að landbúnaðurinn í landinu sé á barmi gjaldþrots.

Síðustu vikurnar hafa bændurnir lokað almennum vegum og vegum að höfnum og vinsælum ferðamannastöðum.

Franska ríkisstjórnin tilkynnti í gær um 600 milljóna evra neyðarpakka til bænda í formi skattaafsláttar. Bændur virðast þó ekki allskostar ánægðir með aðgerðir stjórnvalda og segja þær ekki ganga nógu langt.

Hluti bænda hættu mótmælum sínum í kjölfar aðgerða stjórnvalda á meðan aðrir bændur hafa aukið mótmælaaðgerðir sínar enn frekar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×