Præst setur pressu á Silfurskeiðina Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. júlí 2015 20:30 Michael Præst var haldið eftir í myndatöku hjá skoskum ljósmyndurum. vísir/tom Michael Præst, fyrirliði Stjörnunnar, vonast til að góð frammistaða Íslandsmeistaranna gegn Celtic á morgun geti kveikt þann neista sem þarf til í liði Garðbæinga. Titilvörn Stjörnunnar hefur verið mikil vonbrigði, en liðið er löngu dottið úr titilbaráttunni og hefur ekki enn unnið heimaleik í Pepsi-deildinni. „Við erum að spila betur og betur og gegn ÍA áttum við klárlega að vinna. Sjálfstraustið er að aukast því við erum allavega ekki að brotna niður eins og við gerðum í byrjun tímabilsins,“ sagði Præst á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Celtic í dag. „Góð úrslit gegn Celtic ættu að geta komið einhverju af stað hjá okkur og við þurfum líka á því að halda. Við þurfum sigra því tímabilið er að hlaupa frá okkur.“Skeiðin þarf að standa undir orðum fyrirliðans.vísir/daníelBestu stuðningsmenn á landinu Hann segir ekki mikinn mun á skoska liðinu og Lech Poznan frá Póllandi sem Stjarnan sló út í annarri umferðinni í fyrra. „Celtic spilar svipað og Poznan. Kantmennirnir leita inn á völlinn og bakverðirnir koma fram. Munurinn á liðunum var Stefan Johannsson. Við þurfum að stöðva hann og það gerðum við stærstan hluta fyrri hálfleiks,“ sagði Præst, en norski landsliðsmaðurinn fór illa með Stjörnuliðið. „Það er erfitt að stöðva gæðaleikmenn eins og hann. Stundum er þetta bara eitt færi eða ein sending sem skiptir öllu. Hann er mjög góður og við þurfum að passa hann.“ Præst talaði Silfurskeiðina, stuðningsmenn Stjörnunnar, mikið upp þegar skoskir blaðamenn spurðu hann um hvernig Stjarnan ætlar að snúa einvíginu sér í hag. Hann treystir á stuðning þeirra. Þeir áttu erfitt með að trúa að stuðningsmenn á jafn litlum velli gætu haft áhrif en aðspurður út í ummæli sín um Silfurskeiðina sagði Michael Præst: „Við erum með góða stuðningsmenn, þá bestu á landinu. Það mun koma þeim öllum á óvart hversu háværir 1.000 stuðningsmenn geta verið.“ Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Stjóri Celtic: Leikmennirnir mínir eru vanir að spila fyrir framan þúsund manns Ronny Deila segir að það verði ekkert mál fyrir Celtic að gíra sig upp í leikinn gegn Stjörnunni á Samsung-vellinum annað kvöld. 21. júlí 2015 20:03 Rúnar Páll um gervigrasið: Það verður vatnslaust í Garðabæ á morgun Skoskir blaðamenn létu spurningum um gervigrasið rigna yfir þjálfara Stjörnumanna á blaðamannafundi í dag. 21. júlí 2015 19:32 Mest lesið Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Dagskráin: Úrslitaleikur fyrir íslensku strákana í Wales Sport Fleiri fréttir Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Sjá meira
Michael Præst, fyrirliði Stjörnunnar, vonast til að góð frammistaða Íslandsmeistaranna gegn Celtic á morgun geti kveikt þann neista sem þarf til í liði Garðbæinga. Titilvörn Stjörnunnar hefur verið mikil vonbrigði, en liðið er löngu dottið úr titilbaráttunni og hefur ekki enn unnið heimaleik í Pepsi-deildinni. „Við erum að spila betur og betur og gegn ÍA áttum við klárlega að vinna. Sjálfstraustið er að aukast því við erum allavega ekki að brotna niður eins og við gerðum í byrjun tímabilsins,“ sagði Præst á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Celtic í dag. „Góð úrslit gegn Celtic ættu að geta komið einhverju af stað hjá okkur og við þurfum líka á því að halda. Við þurfum sigra því tímabilið er að hlaupa frá okkur.“Skeiðin þarf að standa undir orðum fyrirliðans.vísir/daníelBestu stuðningsmenn á landinu Hann segir ekki mikinn mun á skoska liðinu og Lech Poznan frá Póllandi sem Stjarnan sló út í annarri umferðinni í fyrra. „Celtic spilar svipað og Poznan. Kantmennirnir leita inn á völlinn og bakverðirnir koma fram. Munurinn á liðunum var Stefan Johannsson. Við þurfum að stöðva hann og það gerðum við stærstan hluta fyrri hálfleiks,“ sagði Præst, en norski landsliðsmaðurinn fór illa með Stjörnuliðið. „Það er erfitt að stöðva gæðaleikmenn eins og hann. Stundum er þetta bara eitt færi eða ein sending sem skiptir öllu. Hann er mjög góður og við þurfum að passa hann.“ Præst talaði Silfurskeiðina, stuðningsmenn Stjörnunnar, mikið upp þegar skoskir blaðamenn spurðu hann um hvernig Stjarnan ætlar að snúa einvíginu sér í hag. Hann treystir á stuðning þeirra. Þeir áttu erfitt með að trúa að stuðningsmenn á jafn litlum velli gætu haft áhrif en aðspurður út í ummæli sín um Silfurskeiðina sagði Michael Præst: „Við erum með góða stuðningsmenn, þá bestu á landinu. Það mun koma þeim öllum á óvart hversu háværir 1.000 stuðningsmenn geta verið.“
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Stjóri Celtic: Leikmennirnir mínir eru vanir að spila fyrir framan þúsund manns Ronny Deila segir að það verði ekkert mál fyrir Celtic að gíra sig upp í leikinn gegn Stjörnunni á Samsung-vellinum annað kvöld. 21. júlí 2015 20:03 Rúnar Páll um gervigrasið: Það verður vatnslaust í Garðabæ á morgun Skoskir blaðamenn létu spurningum um gervigrasið rigna yfir þjálfara Stjörnumanna á blaðamannafundi í dag. 21. júlí 2015 19:32 Mest lesið Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Dagskráin: Úrslitaleikur fyrir íslensku strákana í Wales Sport Fleiri fréttir Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Sjá meira
Stjóri Celtic: Leikmennirnir mínir eru vanir að spila fyrir framan þúsund manns Ronny Deila segir að það verði ekkert mál fyrir Celtic að gíra sig upp í leikinn gegn Stjörnunni á Samsung-vellinum annað kvöld. 21. júlí 2015 20:03
Rúnar Páll um gervigrasið: Það verður vatnslaust í Garðabæ á morgun Skoskir blaðamenn létu spurningum um gervigrasið rigna yfir þjálfara Stjörnumanna á blaðamannafundi í dag. 21. júlí 2015 19:32