Arna Sif Ásgrímsdóttir lék allan leikinn leikinn fyrir Kopparbergs/Göteborg sem vann 1-0 sigur á Linköpings í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Með sigrinum komst Göteborg upp í 5. sæti deildarinnar en fyrir leikinn í kvöld var liðið án sigurs í þremur leikjum í röð.
Arna Sif og stöllur hennar eru fimm stigum frá 2. sætinu sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili.
Arna Sif, sem gekk til liðs við Göteborg frá Þór/KA fyrir tímabilið, hefur leikið níu af 11 deildarleikjum liðsins í sumar.
Arna Sif lék allan leikinn í sigri Göteborg
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn



Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld
Íslenski boltinn



