Handbolti

Blátt spjald á leiðinni inn í handboltann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Frá upphitun strákana í Rússlandi.
Frá upphitun strákana í Rússlandi. vísir/fésbókarsíða HSÍ
Íslenska U19-ára landsliðið í handbolta er nú í Rússlandi þar sem liðið leikur á heimsmeistaramóti landsliða skipað leikmönnum nítján ára og yngri.

Ísland er í riðli með Þýskalandi, Venezúela, Noregi, Egyptalandi og Spáni, en fjögur efstu liðin í hverjum riðli fara í sextán liða úrslit. Þegar þetta er skrifað er Ísland að spila við Þýskaland, en leikurinn hófst klukkan 15:00 að íslenskum tíma.

Á mótinu verða prófaðir nokkrar nýjar reglur og nokkrar breytingar sem verið er að prófa má sjá hér að neðan.

Enginn markmaður - lið þurfa ekki að nota vestið lengur.

Blátt spjald - rautt spjald sem setur leikmann sjálfkrafa í bann.

Leiktöf - lið mega gefa 5-8 sendingar eftir að merki um leiktöf hefur verið gefið.

Víti á síðustu mínútu - við brot á síðustu 30 sek sem verðskulda rautt spjald skal einnig dæma vítakast.

Meiðsli - til að koma veg fyrir leikaraskap getur leikmaður sem meiðist þurft að yfirgefa völlinn í 3 sóknir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×