Leystur undan samningi eftir fimmtu handtökuna Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. ágúst 2015 23:00 Aldon Smith hefur líklegast leikið sinn síðasta leik fyrir San Fransisco 49ers. Vísir/Getty Einn af bestu varnarmönnum NFL-deildarinnar, Aldon Smith, var í dag leystur undan samningi hjá San Fransisco 49ers eftir að hafa komist í kast við lögin í fimmta sinn á síðustu þremur árum. Var hann gripinn við stýrið undir áhrifum áfengis en þetta er í þriðja sinn sem hann er gripinn undir áhrifum við stýrið. Smith sem valinn var með 7. valrétt í nýliðavalinu af San Fransisco 49ers árið 2011 sló í gegn á fyrsta tímabili sínu hjá liðinu þegar hann var meðal annars valinn nýliði mánaðarins í október 2011 og besti varnar nýliðinn á tímabilinu. Fylgdi hann því eftir með enn betri frammistöðu á öðru tímabili sínu í deildinni en hann var meðal annars valinn 7. besti leikmaður deildarinnar eftir aðeins tvö tímabil. Stuttu seinna fór hann að rata í fjölmiðlana af röngum ástæðum. Sama ár og hann var valinn sjöundi besti leikmaður deildarinnar komst hann tvisvar í kast við lögin. Í fyrra skiptið var hann tekinn við að keyra undir áhrifum áfengis en seinna var hann handtekinn eftir að gestur hlaut skotsár í gleðskap heima hjá Smith. Reyndist hann sjálfur vera með stungusár og var hann kærður fyrir geymslu vopna án leyfa. Ári seinna var hann gripinn undir stýri undir áhrifum marijúana sem leiddi til þess að hann skráði sig í meðferð. Hann lofaði félagi sínu að vitleysunni væri lokið að meðferðinni loknu en hálfu ári síðar var hann aftur handtekinn á flugvelli í Los Angeles þar sem hann var sakaður um að reyna að ferðast með sprengju. Smith missti alls af níu leikjum á síðasta tímabili en liðið stóð þétt við bakið á honum þar til hann var handtekinn í gær. Hann hefur neitað öllum sökum en ljóst er að um gríðarlegt áfall er að ræða fyrir 49ers sem hafa þegar misst stjörnuleikmennina og varnarbuffin Patrick Willis, Chris Borland og Justin Smith á þessu ári. NFL Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum „Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sjá meira
Einn af bestu varnarmönnum NFL-deildarinnar, Aldon Smith, var í dag leystur undan samningi hjá San Fransisco 49ers eftir að hafa komist í kast við lögin í fimmta sinn á síðustu þremur árum. Var hann gripinn við stýrið undir áhrifum áfengis en þetta er í þriðja sinn sem hann er gripinn undir áhrifum við stýrið. Smith sem valinn var með 7. valrétt í nýliðavalinu af San Fransisco 49ers árið 2011 sló í gegn á fyrsta tímabili sínu hjá liðinu þegar hann var meðal annars valinn nýliði mánaðarins í október 2011 og besti varnar nýliðinn á tímabilinu. Fylgdi hann því eftir með enn betri frammistöðu á öðru tímabili sínu í deildinni en hann var meðal annars valinn 7. besti leikmaður deildarinnar eftir aðeins tvö tímabil. Stuttu seinna fór hann að rata í fjölmiðlana af röngum ástæðum. Sama ár og hann var valinn sjöundi besti leikmaður deildarinnar komst hann tvisvar í kast við lögin. Í fyrra skiptið var hann tekinn við að keyra undir áhrifum áfengis en seinna var hann handtekinn eftir að gestur hlaut skotsár í gleðskap heima hjá Smith. Reyndist hann sjálfur vera með stungusár og var hann kærður fyrir geymslu vopna án leyfa. Ári seinna var hann gripinn undir stýri undir áhrifum marijúana sem leiddi til þess að hann skráði sig í meðferð. Hann lofaði félagi sínu að vitleysunni væri lokið að meðferðinni loknu en hálfu ári síðar var hann aftur handtekinn á flugvelli í Los Angeles þar sem hann var sakaður um að reyna að ferðast með sprengju. Smith missti alls af níu leikjum á síðasta tímabili en liðið stóð þétt við bakið á honum þar til hann var handtekinn í gær. Hann hefur neitað öllum sökum en ljóst er að um gríðarlegt áfall er að ræða fyrir 49ers sem hafa þegar misst stjörnuleikmennina og varnarbuffin Patrick Willis, Chris Borland og Justin Smith á þessu ári.
NFL Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum „Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sjá meira