Handbolti

IHF vill fá strandhandbolta á Ólympíuleikana

Úr landsleik á milli Barein og Kúveit.
Úr landsleik á milli Barein og Kúveit. vísir/getty
Strandhandbolti virðist vera framtíðin hjá Alþjóða handknattleikssambandinu, IHF, en sambandið hefur gert mikið til þess að koma íþróttinni á framfæri.

Um miðjan síðasta mánuð kynnti IHF íþróttina fyrir Alþjóða Ólympíunefndinni og sú kynning heppnaðist vel að mati Hassan Moustafa, forseta IHF.

Moustafa bindur vonir við að strandhandbolti verði orðin Ólympíuíþrótt árið 2024.

„Ég myndi segja að möguleikarnir væru mjög góðir. Við höfum unnið hörðum höndum að því að gera þetta að hágæðaíþrótt sem er mjög áhorfendavæn. Það er raunhæft næsta skref að taka íþróttina inn á leikana," sagði Moustafa.

„Íþróttin er orðin vinsæl um allan heim og á síðasta HM þá komu verðlaunahafarnir frá þrem heimsálfum. Sem sagt Brasilíu, Króatíu og Katar. Það eru 120 handknattleikssambönd með strandhandbolta í dag sem er ansi mikið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×