Þessir eru taldir líklegastir til að hreppa útnefningu Repúblikana Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. ágúst 2015 15:47 Donald Trump mælist nú með mest fylgi meðal þeirra sem bjóða sig fram til að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins. Vísir/AFP „Augljósa vandamálið við það að raða þeim 10 líklegustu til að hreppa útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar er hægt að draga saman í tvö orð: Donald Trump.“ Á þessum orðum hefst pistill blaðamannsins Chris Cillizza hjá Washington Post sem hefur sérhæft sig í umfjöllun um málefni Hvíta hússins og forsetaembættisins vestanhafs. Í pistlinum rekur hann niðurstöður könnunar sem hann lagði fyrir fimm nafntogaða ráðgjafa í repúblikanaflokkum sem eiga það sameigninlegt að starfa ekki fyrir einhvern þeirra 17 frambjóðenda sem hafa gefið kost á sér fyrir komandi forval flokksins. Skemmst er frá því að segja að ráðgjafarnir telja Donald Trump ekki líklegastan til að hljóta útnefninguna, þrátt fyrir að hann hafi leitt í öllum könnunum sem gerðar hafa verið á síðustu misserum. Til að mynda var með 19 prósent fylgi í nýjustu könnun blaðsins Wall Street Journal sem birt var í dag, fjórum prósentum meira en Scott Walker, ríkisstjóri Wisconsin. Talið er að landsþing Repúblikanaflokksins muni fara fram í júní á næsta ári þó svo að nákvæm dagsetning liggi ekki fyrir að svo stöddu. Hér að neðan má sjá þá sem ráðgjafarnir telja líklegasta, í öfugri röð. 10. Ben Carson, barnaskurðlæknir frá Detroit í Michigan. 9. Chris Christie, ríkisstjóri New Jersey. 8. Rand Paul, þingmaður frá Kentucky. 7. Mick Huckabee, fyrrverandi ríkisstjóri Arkansas. 6. Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður frá Texas.Jeb Bush, sonur og bróðir fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, er talinn líklegastur af ráðgjöfunum.vísir/epa5. John Kasich, ríkisstjóri Ohio. 4. Donald Trump, auðkýfingur. 3. Scott Walker, ríkisstjóri Wisconsin. 2. Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður frá Florida. 1. Jeb Bush, fyrrverandi ríkisstjóri Florida. Ráðgjafarnir telja Bush líklegastan til að hreppa útnefninguna meðal annars vegna þess að „á síðustu sex vikum hefur þessi fyrrverandi ríkisstjóri Florida í auknum mæli litið út eins og sá fullorðni í herberginu,“ eins og Cillizza kemst að orði. Hann þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að missa stuðningsmenn sína til Trumps enda muni þeir aldrei kjósa auðkýfinginn, ekki frekar en að stuðningsmenn Trump muni kjósa son fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þá hefur Bush safnaði ótrúlegum upphæðum í kosningabaráttunni, alls um 114 milljónum dala, sem mun gera honum kleift að halda sér í baráttunni eins lengi og hann vill. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
„Augljósa vandamálið við það að raða þeim 10 líklegustu til að hreppa útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar er hægt að draga saman í tvö orð: Donald Trump.“ Á þessum orðum hefst pistill blaðamannsins Chris Cillizza hjá Washington Post sem hefur sérhæft sig í umfjöllun um málefni Hvíta hússins og forsetaembættisins vestanhafs. Í pistlinum rekur hann niðurstöður könnunar sem hann lagði fyrir fimm nafntogaða ráðgjafa í repúblikanaflokkum sem eiga það sameigninlegt að starfa ekki fyrir einhvern þeirra 17 frambjóðenda sem hafa gefið kost á sér fyrir komandi forval flokksins. Skemmst er frá því að segja að ráðgjafarnir telja Donald Trump ekki líklegastan til að hljóta útnefninguna, þrátt fyrir að hann hafi leitt í öllum könnunum sem gerðar hafa verið á síðustu misserum. Til að mynda var með 19 prósent fylgi í nýjustu könnun blaðsins Wall Street Journal sem birt var í dag, fjórum prósentum meira en Scott Walker, ríkisstjóri Wisconsin. Talið er að landsþing Repúblikanaflokksins muni fara fram í júní á næsta ári þó svo að nákvæm dagsetning liggi ekki fyrir að svo stöddu. Hér að neðan má sjá þá sem ráðgjafarnir telja líklegasta, í öfugri röð. 10. Ben Carson, barnaskurðlæknir frá Detroit í Michigan. 9. Chris Christie, ríkisstjóri New Jersey. 8. Rand Paul, þingmaður frá Kentucky. 7. Mick Huckabee, fyrrverandi ríkisstjóri Arkansas. 6. Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður frá Texas.Jeb Bush, sonur og bróðir fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, er talinn líklegastur af ráðgjöfunum.vísir/epa5. John Kasich, ríkisstjóri Ohio. 4. Donald Trump, auðkýfingur. 3. Scott Walker, ríkisstjóri Wisconsin. 2. Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður frá Florida. 1. Jeb Bush, fyrrverandi ríkisstjóri Florida. Ráðgjafarnir telja Bush líklegastan til að hreppa útnefninguna meðal annars vegna þess að „á síðustu sex vikum hefur þessi fyrrverandi ríkisstjóri Florida í auknum mæli litið út eins og sá fullorðni í herberginu,“ eins og Cillizza kemst að orði. Hann þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að missa stuðningsmenn sína til Trumps enda muni þeir aldrei kjósa auðkýfinginn, ekki frekar en að stuðningsmenn Trump muni kjósa son fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þá hefur Bush safnaði ótrúlegum upphæðum í kosningabaráttunni, alls um 114 milljónum dala, sem mun gera honum kleift að halda sér í baráttunni eins lengi og hann vill.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira