Handbolti

Enn einn titilinn í hús hjá Kiel

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leikmenn Kiel eru í góðri æfingu að fagna titlum.
Leikmenn Kiel eru í góðri æfingu að fagna titlum. vísir/getty
Steffen Weinhold var hetja Kiel þegar liðið vann eins marks sigur, 27-26, á Flensburg í þýska Ofurbikarnum, árlegum leik þýsku deildar- og bikarmeistaranna í kvöld.

Weinhold skoraði sigurmark Kiel þegar aðeins þrjár sekúndur voru eftir af leiknum. Þýski landsliðsmaðurinn var markahæstur í liði Kiel með sex mörk. Niclas Ekberg, Joan Canellas og Marko Vujin komu næstir með fjögur mörk hver.

Danirnir Thomas Mogensen og Lasse Svan Hansen skoruðu báðir sjö mörk fyrir bikarmeistara Flensburg sem voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 12-14.

Þetta er í fimmta sinn sem Alfreð Gíslason vinnur þennan titil sem þjálfari Kiel og í sjötta sinn alls. Alfreð vann einnig Ofurbikarinn með Magdeburg 2001.

Alfreð hefur alls unnið 17 titla sem þjálfari Kiel síðan hann tók við liðinu 2008.

Alfreð á hliðarlínunni í kvöld.vísir/getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×