Þegar hann reyndi að losa sig virðist hann hafa kveikt á Siri, því allt í einu heyrði hann í henni og kallaði: „Hringdu í neyðarlínuna“, eða „Call 911“. Siri hringdi.
„Þegar ég heyrði í konu úr vasanum, byrjaði ég öskra. Ég vissi ekki hvort hún heyrði í mér eða ekki, en ég heyrði hana segja að hjálp væri á leiðinni,“ sagði Ray við NBC. Ray var fluttur á sjúkrahús þar sem hlúð var að honum. Þrjú rifbein brotnuðu, nýrun mörðust, hann skarst á enninu og hlaut brunasár.