Enginn dýralæknir fyrir dauðvona kú Tryggvi Páll Tryggvasom skrifar 12. ágúst 2015 12:00 Tía er sárþjáð Hallgrímur Óli Guðmundsson Kýrin Tía og ábúendur á Grímshúsum í Þingeyjarsveit eru fórnarlömb ákvörðunar Matvælastofnunar um að skera niður þóknun dýralækna á svæðinu. Engir starfandi dýralæknar eru á svæðinu vegna þess. Ef ekkert verður gert mun Tía drepast en hún fékk skyndilega bráðajúgurbólgu í gær. Um þrjár vikur eru síðan hægt var að nálgast þjónustu dýralæknis í Þingeyjarsveit. „Ég hef engin ráð. Hún er kvalin og framleiðir ekki neitt. Hún er bara veik. Kýrin er með bráðajúgurbólgu og fór úr því að skila 37 lítrum af mjólk í 2 lítra á aðeins einum degi. Mér finnst líklegt að hún drepist á næstu dögum nema dýralæknir mæti strax á svæðið og byrji að meðhöndla dýrið strax,“ segir Hallgrímur Óli Guðmundsson bóndi á Grímshúsum. Það er á ábyrgð Matvælastofnunar að tryggja það að svokallaðar dreifðari byggðir landsins fái nauðsynlega dýralæknaþjónustu. Þjónustusamningur Matvælastofnunar vegna dýralæknaþjónustu á þjónustusvæði 5, sem Þingeyjarsveit tilheyrir, rann út í lok október sl. en enginn hefur tekið að sér þjónustuna síðan þá. Ástæðan er sú að Matvælastofnun hefur lækkað þóknunina fyrir starfið um helming. Hallgrímur Óli Guðmundsson, bóndi á Grímshúsum í Þingeyjarsveit. Ósáttur með ákvörðun Matvælastofnunar um lækkun þóknunar Vignir Sigurólason, dýralæknir á Húsavík, var með þjónustusamning við Matvælastofnun vegna svæðisins og sótti um endurnýjun þegar það var auglýst sl. haust. Hann hætti hins vegar snarlega við þegar ljóst var að Matvælastofnun ætlaði aðeins að bjóða helmingi lægri þóknun fyrir sömu vinnu og áður. „Ég sótti um endurnýjun á samningnum og var boðið endurnýjun, Ég afþakkaði það þegar ljóst var að lækka ætti þóknunina fyrir sömu vinnu. Ég held því fram að það sé gróf lítilsvirðing að bjóða fólki 50% þóknun fyrir 100% vinnu.“ Vignir segir að ástæðan fyrir því að þóknunin hafi verið lækkuð sé sú að Matvælastofnun hafi ákveðið að bæta við einu þjónustusvæði og fjármagnað það með því að klípa af þóknunun á svæðunum í kring. „Matvælastofnun ákveður að búa til nýtt svæði á mörkum Þingeyjarsvæðisins og Austurlandasvæðisins. Það skarast yfir bæði svæðin. Það nær yfir Þistilfjörð, Langanes, Vopnafjörð og Bakkafjörð og hluta til er þetta á Þingeyjarsveitarsvæðinu og Austurlandssvæðinu. Stofnunin ákveður að taka 50% af þóknuninni af báðum svæðum og borga dýralækninum sem er staðsettur í Vopnafirði 100% þóknun.“ Vignir Sigurólason, dýralæknir á Húsavík. Hefur lokað dýralæknastofu sinni Vignir er mjög ósáttur við Matvælastofnun og gerir ekki ráð fyrir að starfa áfram sem dýralæknir að óbreyttu. Þegar hringt er í dýralæknaþjónustu Vignis svarar símsvari sem tilkynnir manni að „vegna ákvörðunar Matvælastofnunar er dýralæknaþjónustan lokuð um óákveðinn tíma.“ „Ég fer bara að gera eitthvað annað, ég loka bara sjoppunni. Ef maður er bara hálfrar þóknunnar virði þarf að fá einhvern annan í þetta.“ Stofnunin hefur ítrekað auglýst eftir dýralæknum til að taka að sér þessa þjónustu í Þingeyjarsýslu en ekkert hefur gengið. Dýralæknar virðast ekki vera tilbúnir til þess að taka að sér þessa þjónustu fyrir lægri þóknun en gengur og gerist annars staðar á landinu. Á vefsíðu Matvælastofnunar má sjá að skipulagðar hafa verið nokkrar vaktir í sumar til þess að sjá um dýralæknaþjónustu en næsta vakt hefst ekki fyrr en á föstudaginn. Síðasta vakt stóð yfir frá 13-24. júlí og því eru um þrjár vikur síðan hægt var að ná í dýralækni í Þingeyjarsveit. Ekki boðlegt að fá dýralæknaþjónustu frá Vopnafirði Á meðan ekki fæst lausn í þessu máli geta bændur í Þingeyjarsýslu ekki treyst á að velferð dýra þeirra sé að fullu tryggð. Tjón ábúenda vegna veikinda Tíu er talsvert. „Ég er klárlega búin að missa þessa kú úr framleiðslu. Hún horast öll upp og verður eins og hörpustrengir. Kýr sem er að mjólka svona mikið eins og Tía ganga á talsverðum peningum. Svo er það auðvitað framleiðslutapið.“ Hallgrímur Óli vill að ástandið sem hefur varað tiltölulega lengi verði leyst sem fyrst. „Það hefur verið látið reka á reiðanum hvort að það sé vakt eða ekki á svæðinu. Þeirra hugmynd um vakt á svæðinu er t.d að dýralæknirinn á Vopnafirði sjái um þetta svæði en það er í 2,5 klukkutíma akstursfjarlægð frá mér. Afhverju er ekki bara gengið frá þessu?“ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Kýrin Tía og ábúendur á Grímshúsum í Þingeyjarsveit eru fórnarlömb ákvörðunar Matvælastofnunar um að skera niður þóknun dýralækna á svæðinu. Engir starfandi dýralæknar eru á svæðinu vegna þess. Ef ekkert verður gert mun Tía drepast en hún fékk skyndilega bráðajúgurbólgu í gær. Um þrjár vikur eru síðan hægt var að nálgast þjónustu dýralæknis í Þingeyjarsveit. „Ég hef engin ráð. Hún er kvalin og framleiðir ekki neitt. Hún er bara veik. Kýrin er með bráðajúgurbólgu og fór úr því að skila 37 lítrum af mjólk í 2 lítra á aðeins einum degi. Mér finnst líklegt að hún drepist á næstu dögum nema dýralæknir mæti strax á svæðið og byrji að meðhöndla dýrið strax,“ segir Hallgrímur Óli Guðmundsson bóndi á Grímshúsum. Það er á ábyrgð Matvælastofnunar að tryggja það að svokallaðar dreifðari byggðir landsins fái nauðsynlega dýralæknaþjónustu. Þjónustusamningur Matvælastofnunar vegna dýralæknaþjónustu á þjónustusvæði 5, sem Þingeyjarsveit tilheyrir, rann út í lok október sl. en enginn hefur tekið að sér þjónustuna síðan þá. Ástæðan er sú að Matvælastofnun hefur lækkað þóknunina fyrir starfið um helming. Hallgrímur Óli Guðmundsson, bóndi á Grímshúsum í Þingeyjarsveit. Ósáttur með ákvörðun Matvælastofnunar um lækkun þóknunar Vignir Sigurólason, dýralæknir á Húsavík, var með þjónustusamning við Matvælastofnun vegna svæðisins og sótti um endurnýjun þegar það var auglýst sl. haust. Hann hætti hins vegar snarlega við þegar ljóst var að Matvælastofnun ætlaði aðeins að bjóða helmingi lægri þóknun fyrir sömu vinnu og áður. „Ég sótti um endurnýjun á samningnum og var boðið endurnýjun, Ég afþakkaði það þegar ljóst var að lækka ætti þóknunina fyrir sömu vinnu. Ég held því fram að það sé gróf lítilsvirðing að bjóða fólki 50% þóknun fyrir 100% vinnu.“ Vignir segir að ástæðan fyrir því að þóknunin hafi verið lækkuð sé sú að Matvælastofnun hafi ákveðið að bæta við einu þjónustusvæði og fjármagnað það með því að klípa af þóknunun á svæðunum í kring. „Matvælastofnun ákveður að búa til nýtt svæði á mörkum Þingeyjarsvæðisins og Austurlandasvæðisins. Það skarast yfir bæði svæðin. Það nær yfir Þistilfjörð, Langanes, Vopnafjörð og Bakkafjörð og hluta til er þetta á Þingeyjarsveitarsvæðinu og Austurlandssvæðinu. Stofnunin ákveður að taka 50% af þóknuninni af báðum svæðum og borga dýralækninum sem er staðsettur í Vopnafirði 100% þóknun.“ Vignir Sigurólason, dýralæknir á Húsavík. Hefur lokað dýralæknastofu sinni Vignir er mjög ósáttur við Matvælastofnun og gerir ekki ráð fyrir að starfa áfram sem dýralæknir að óbreyttu. Þegar hringt er í dýralæknaþjónustu Vignis svarar símsvari sem tilkynnir manni að „vegna ákvörðunar Matvælastofnunar er dýralæknaþjónustan lokuð um óákveðinn tíma.“ „Ég fer bara að gera eitthvað annað, ég loka bara sjoppunni. Ef maður er bara hálfrar þóknunnar virði þarf að fá einhvern annan í þetta.“ Stofnunin hefur ítrekað auglýst eftir dýralæknum til að taka að sér þessa þjónustu í Þingeyjarsýslu en ekkert hefur gengið. Dýralæknar virðast ekki vera tilbúnir til þess að taka að sér þessa þjónustu fyrir lægri þóknun en gengur og gerist annars staðar á landinu. Á vefsíðu Matvælastofnunar má sjá að skipulagðar hafa verið nokkrar vaktir í sumar til þess að sjá um dýralæknaþjónustu en næsta vakt hefst ekki fyrr en á föstudaginn. Síðasta vakt stóð yfir frá 13-24. júlí og því eru um þrjár vikur síðan hægt var að ná í dýralækni í Þingeyjarsveit. Ekki boðlegt að fá dýralæknaþjónustu frá Vopnafirði Á meðan ekki fæst lausn í þessu máli geta bændur í Þingeyjarsýslu ekki treyst á að velferð dýra þeirra sé að fullu tryggð. Tjón ábúenda vegna veikinda Tíu er talsvert. „Ég er klárlega búin að missa þessa kú úr framleiðslu. Hún horast öll upp og verður eins og hörpustrengir. Kýr sem er að mjólka svona mikið eins og Tía ganga á talsverðum peningum. Svo er það auðvitað framleiðslutapið.“ Hallgrímur Óli vill að ástandið sem hefur varað tiltölulega lengi verði leyst sem fyrst. „Það hefur verið látið reka á reiðanum hvort að það sé vakt eða ekki á svæðinu. Þeirra hugmynd um vakt á svæðinu er t.d að dýralæknirinn á Vopnafirði sjái um þetta svæði en það er í 2,5 klukkutíma akstursfjarlægð frá mér. Afhverju er ekki bara gengið frá þessu?“
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira