Handbolti

Alfreð framlengir við Kiel | Samningsbundinn til 2019

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel.
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel. Vísir/Getty
Alfreð Gíslason skrifaði í dag undir tveggja ára framlengingu á samningi sínum hjá Kiel í þýska handboltanum í dag en hann átti tvö ár eftir af fyrrverandi samning.

Alfreð sem tók við liði Kiel árið 2008 hefur stýrt Kiel til sigurs í þýsku úrvalsdeildinni í sex skipti á síðustu sjö árum en auk þess hefur Kiel borið sigur úr býtum í Meistaradeild Evrópu tvisvar og þýska bikarnum fjórum sinnum.

„Mér líður mjög vel í herbúðum Kiel og ég er stoltur af því að stýra þessu liði. Ég er spenntur fyrir því að takast á við ný verkefni á hverjum degi og að reyna að ná þeim árangri sem ætlast er til að við náum. Við leggjum mikla vinnu á okkur til þess að reyna að ná öllum okkar markmiðum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×