Theodór Elmar Bjarnason lék allan leikinn fyrir AGF sem gerði markalaust jafntefli við Esbjerg í fyrsta leik 7. umferðar í dönsku úrvalsdeildinni í dag.
Elmar og félagar eru í 3. sæti deildarinnar með tíu stig en þeir hafa unnið tvo leiki, gert fjögur jafntefli og aðeins tapað einum leik. AGF er nýliði í deildinni.
Elmar hefur verið í byrjunarliði AGF í öllum sjö deildarleikjum liðsins en hann kom til Árósaliðsins frá Randers fyrir þetta tímabil.
Elmar er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Hollandi og Kasakstan í byrjun næsta mánaðar.
