Hann myndar sveitina ásamt bróðir sínum Aaquil „Slim Jimmy“ Brown. Þeir bræður virðast skemmta sér einstaklega vel á Íslandi og fóru til að mynda í að versla í Kringlunni í gær og borðuðu á Hananum. Í dag er förinni heitið í hvalaskoðun. Snapchat-reikningur þeirra er swaeswaeswae.
Sjá einnig: Bræðurnir í Rae Sremmurd lofa stuði í höllinni
Einvala lið íslenskra listamanna hitaði upp fyrir Rae Sremmurd og má þar nefna Retro Stefsson, Hermigervil, Friðrik Dór og Gísla Pálma.
Tónleikarnir fóru vel fram í gærkvöldi og eftir þá héldu þeir bræður eftirpartý á hótelherbergi sínu. Að sjálfsögðu var íslenski rapparinn Gísli Pálmi mættur á svæðið og skemmtu þeir félagar sér fram á nótt. Bræðurnir hlustuðu á tónlist Gísla Pálma og skemmtu sér vel.
Sjá einnig: Bræðurnir í Rae Sremmurd versluðu í Kringlunni og borðuðu á Hananum: „Þeir voru mega næs“
Bræðurnir létu seðlum rigna í Laugardalshöll í gær en þeir gera það reglulega þegar sveitin treður upp. Þeir biðja yfirleitt um 300 Bandaríkjadali í eins dollara seðlum fyrir tónleika. Fyrir tónleikana afhentu þeir tónleikahöldurum lista yfir þá hluti sem nauðsynlegt væri að hafa reiðubúna þegar þeir komu til landsins.
Sjá einnig: Vatnsbyssur, smokkar og ostborgarar
Á listanum er skemmtileg blanda af hollri fæðu og óhollustu, allt frá ávöxtum til ostborgara, með vænum skammti af sykruðu morgunkorni og kökum.
Hér fyrir neðan má sjá það sem bræðurnir báðu um fyrir tónleikana en samkvæmt heimildum Vísis náðu tónleikahaldarar að standast þessar körfur 100 prósent.
Matur
- Tuttugu og fjórir kjúklingavængir
- Pasta
- Kartöflur
- Brokkólí
- Krydduð hrísgrjón
- Baunir
- Spicy Crunch taco-skeljar frá Dorito's
- Súkkulaðibitakökur
- Ávaxtabakki
- Ferskur ananas
- Ostborgarar (bæði nautakjöt og kalkúnakjöt)
- Fruit Loops- og Trix-morgunkorn
- Honey Buns
- Núðlur
- Tólf flöskur af Fiji-vatni
- Tuttugu og fjórar flöskur af alls kyns safa
- Tvær flöskur af Ace of Spades-kampavíni
- Tvær flöskur af Moët & Chandon-kampavíni
- Ein flaska af Hennessy-koníaki
- Ein flaska af Chiroc með ferskjubragði
- Tólf dósir af Red Bull
- Óopnuð hnífapör fyrir fimm manns
- 300 dollarar í eins dals seðlum
- Litlar Super Soaker-vatnsbyssur
- Strandboltar
- Tvö iPhone-hleðslutæki
- Fjórir tannburstar
- Crest-tannkrem
- Dove Body Wash sápa
- Pakki af Axe-svitalyktareyði
- Stór pakki af Magnum-smokkum
- Pakki af BIC-kveikjurum