Handbolti

Væri himnasending að fá Bayern München í handboltann

Thorsten Storm.
Thorsten Storm. vísir/getty
Framkvæmdastjóri Kiel, Thorsten Storm, vill endilega að Bayern München byrji aftur í handbolta.

„Það myndi gleðja mikið ef Bayern myndi koma inn í þýska handboltann. Það væri himnasending fyrir deildina," sagði Storm og vísaði þar í að innkoma Bayern í þýska körfuboltann hefði gert mikið fyrir körfuna í landinu.

Það er ekki á döfinni hjá Bayern í dag að byrja í handbolta en kannski mun þessi pressa frá Storm verða þess valdandi að menn þar á bæ íhugi málið.

Bayern yrði þó að byrja á botninum og það tæki félagið því fimm ár að komast upp í efstu deild.

Handbolti var spilaður undir merkjum Bayern á sínum tíma. Besti árangur félagsins var fimmta sætið í efstu deild árið 1955.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×