Handbolti

Geir hafði betur gegn Arnóri og Björgvini

Anton Ingi Leifsson skrifar
Geir Sveinsson stýrði sínu liði til sigurs í dag.
Geir Sveinsson stýrði sínu liði til sigurs í dag. vísir/getty
Geir Sveinsson byrjar vel sem þjálfari Magdeburg á sínu öðru tímabili, en Magdeburg vann þriggja marka sigur á Bergrischer, 28-25, í fyrstu umferð deildarinnar í dag.

Magdeburg leiddi með þremur mörkum í hálfleik 13-10 og héldu uppteknum hætti í þeim síðari. Þeir unnu að lokum þriggja marka sigur, 28-25, og byrja því tímabilið á sigri.

Robert Weber spilaði afar vel í liði Magdeburg, en hann skoraði tíu mörk þar af fjögur úr vítum. Næstur kom Jure Natek með sex stykki.

Alexander Herman var markahæstur hjá gestunum í Bergrischer með átta mörk, en næstur kom Arnór Þór Gunnarsson með sex mörk þar af tvö úr vítum. Björgvin Páll Gústavsson stóð vaktina í marki Bergrischer.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×