Einstök staðsetning á heimsmælikvarða Heimir Már Pétursson skrifar 21. ágúst 2015 12:15 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Richard L. Friedman, forstjóri Carpenter & Company, og Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, sem leiðir fjármögnun hótelbyggingarinnar, skoða líkan af hótelinu og næsta umhverfi. Vísir/Valli Borgarstjóri segir löngu tímabært að byggt sé í holunni framan við Hörpu og telur að fimm stjörnu hótel Marriott hótelkeðjunnar muni efla ferðaþjónustuna í Reykjavík. Aðstoðarforstjóri Marriott segir staðsetninguna einstaka og á heimsmælikvarða. Árum saman hefur verið reynt að ná samningum við erlend hótelfyrirtæki um byggingu fimm stjörnu hótels á lóðinni framan við Hörpu til að styrkja ráðstefnuhald og aðra starfsemi í húsinu. Fjöldi viljayfirlýsinga hefur verið undirritaður en aldrei áður hefur verið skrifað undir formlega samninga eins og nú. Bandaríska fjárfestingafyrirtækið Carpenter og Co sem m.a. sérhæfir sig í byggingu hótela í samstarfi við nokkrar stærstu hótelkeðjur heims sér um fjármögnun byggingarinnar í samstarfi við Arion banka. Ásgeir Ásgeirsson arkitekt hjá Tark mun teikna bygginguna í samstarfi við Cambridge 7 arkitektastofuna í Bandaríkjunum.Teikningar klárar á haustmánuðum Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að teikningar eigi að liggja fyrir á haustmánuðum og framkvæmdir hefjist upp úr áramótum. Það sé löngu tímabært að fylla upp í holuna við Hörpu. „Það er auðvitað mikilvægt á margan hátt. Í fyrsta lagi er þetta stór fjárfesting (16 milljarðar). Það er löngu tímabært að fylla í holuna eins og þú segir. En þetta er líka ný vídd í ferðaþjónustuna. Þetta markaðssetur sig gagnvart betur borgandi ferðamönnum. Svo held ég að það sé mjög spennandi að þarna er stefnan ekki sett á að vera með lúxushótel bara fyrir einhverja ríka gesti, heldur lifandi hótel sem opnar sig fyrir borgarbúa. Er með lifandi dagskrá út í gegn og verður hluti að borgarlífinu en ekki út af fyrir sig,“ segir Dagur. Þetta muni breikka framboðið í miðborginni sem sé nú þegar mjög skemmtileg og styðja við annan hótelrekstur og ferðaþjónustu í borginni. Hótelið mun heita Marriott Edition Reykjavík en Edition er nýtt vörumerki fimm stjörnu hótela Marriott hótelkeðjunnar og hafa einungis fjögur slík hótel verið opnuð hingað til, en Marriott rekur fjögur þúsund hótel víðs vegar um heiminn.Verður eitt besta hótel í heimi Sandeep Walia aðstoðarforstjóri Marriott Edition í Evrópu er mjög spenntur fyrir möguleikunum í Reykjavík og segir að innan nokkurra ára rísi 250 herbergja gæðahótel upp úr holunni við Hörpu „Þetta verður án efa eitt besta hótel í heimi. Staðsetningin er stórkostleg með útsýni yfir höfnina og Faxablóa við hliðina á Hörpu. Samvinna hótelsins og ráðstefnumiðstöðvarinnar í Hörpu getur reynst mjög vel. Hugsanlega mun hótel af þessari gerð draga stærri ráðstefnur að Hörpu,“ segir Sandeep Walia. Tengdar fréttir Sextán milljaðra fjárfesting á Hörpureitnum Marriott hótelkeðjan reisir fyrsta fimm stjörnu hótelið í Reykjavík á næstu þremur árum undir nýju vörumerki lúxushótela. 20. ágúst 2015 20:19 Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Borgarstjóri segir löngu tímabært að byggt sé í holunni framan við Hörpu og telur að fimm stjörnu hótel Marriott hótelkeðjunnar muni efla ferðaþjónustuna í Reykjavík. Aðstoðarforstjóri Marriott segir staðsetninguna einstaka og á heimsmælikvarða. Árum saman hefur verið reynt að ná samningum við erlend hótelfyrirtæki um byggingu fimm stjörnu hótels á lóðinni framan við Hörpu til að styrkja ráðstefnuhald og aðra starfsemi í húsinu. Fjöldi viljayfirlýsinga hefur verið undirritaður en aldrei áður hefur verið skrifað undir formlega samninga eins og nú. Bandaríska fjárfestingafyrirtækið Carpenter og Co sem m.a. sérhæfir sig í byggingu hótela í samstarfi við nokkrar stærstu hótelkeðjur heims sér um fjármögnun byggingarinnar í samstarfi við Arion banka. Ásgeir Ásgeirsson arkitekt hjá Tark mun teikna bygginguna í samstarfi við Cambridge 7 arkitektastofuna í Bandaríkjunum.Teikningar klárar á haustmánuðum Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að teikningar eigi að liggja fyrir á haustmánuðum og framkvæmdir hefjist upp úr áramótum. Það sé löngu tímabært að fylla upp í holuna við Hörpu. „Það er auðvitað mikilvægt á margan hátt. Í fyrsta lagi er þetta stór fjárfesting (16 milljarðar). Það er löngu tímabært að fylla í holuna eins og þú segir. En þetta er líka ný vídd í ferðaþjónustuna. Þetta markaðssetur sig gagnvart betur borgandi ferðamönnum. Svo held ég að það sé mjög spennandi að þarna er stefnan ekki sett á að vera með lúxushótel bara fyrir einhverja ríka gesti, heldur lifandi hótel sem opnar sig fyrir borgarbúa. Er með lifandi dagskrá út í gegn og verður hluti að borgarlífinu en ekki út af fyrir sig,“ segir Dagur. Þetta muni breikka framboðið í miðborginni sem sé nú þegar mjög skemmtileg og styðja við annan hótelrekstur og ferðaþjónustu í borginni. Hótelið mun heita Marriott Edition Reykjavík en Edition er nýtt vörumerki fimm stjörnu hótela Marriott hótelkeðjunnar og hafa einungis fjögur slík hótel verið opnuð hingað til, en Marriott rekur fjögur þúsund hótel víðs vegar um heiminn.Verður eitt besta hótel í heimi Sandeep Walia aðstoðarforstjóri Marriott Edition í Evrópu er mjög spenntur fyrir möguleikunum í Reykjavík og segir að innan nokkurra ára rísi 250 herbergja gæðahótel upp úr holunni við Hörpu „Þetta verður án efa eitt besta hótel í heimi. Staðsetningin er stórkostleg með útsýni yfir höfnina og Faxablóa við hliðina á Hörpu. Samvinna hótelsins og ráðstefnumiðstöðvarinnar í Hörpu getur reynst mjög vel. Hugsanlega mun hótel af þessari gerð draga stærri ráðstefnur að Hörpu,“ segir Sandeep Walia.
Tengdar fréttir Sextán milljaðra fjárfesting á Hörpureitnum Marriott hótelkeðjan reisir fyrsta fimm stjörnu hótelið í Reykjavík á næstu þremur árum undir nýju vörumerki lúxushótela. 20. ágúst 2015 20:19 Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Sextán milljaðra fjárfesting á Hörpureitnum Marriott hótelkeðjan reisir fyrsta fimm stjörnu hótelið í Reykjavík á næstu þremur árum undir nýju vörumerki lúxushótela. 20. ágúst 2015 20:19