Erlent

Ísraelski herinn skaut flugskeyti á Sýrland eftir eldflaugaárás

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Nokkrum flugskeytum hefur verið skotið á umferðarmiðstöð og opinbera byggingu á svæðinu.
Nokkrum flugskeytum hefur verið skotið á umferðarmiðstöð og opinbera byggingu á svæðinu. Vísir/AFP
Ísraelski herinn hefur skotið flugskeyti á byggingu á yfirráðasvæði Sýrlands á Golan hæðunum sem svar við eldflaugaárás sem gerð var á ísraelskan bæ.

Samkvæmt ríkissjónvarpinu í Sýrlandi hefur nokkrum flugskeytum verið skotið á 
umferðarmiðstöð  og opinbera byggingu á svæðinu. Ekki liggur fyrir hvort einhver hafi slasast í árásunum.

Ísraelsk stjórnvöld segja eldflaugaárásina á ábyrgð palestínska hópsins 
Islamic   Jihad , sem hefur hafnað ábyrgð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×