Sextán milljaðra fjárfesting á Hörpureitnum Heimir Már Pétursson skrifar 20. ágúst 2015 20:19 Fyrsta fimm stjörnu hótelið í Reykjavík rís á Hörpureitnum innan nokkurra ára undir nýlegu merki alþjóðahótelkeðjunnar Marriott. Fjárfestingin er upp á um sextán milljarða króna og segir borgarstjóri að hótelið verði mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustu í borginni. Það hefur mikið verið tekist á um lóð Landsbankans austanmegin í holunni framan við Hörpu. Hins vegar virðast flestir sáttir við fyrirhugaða hótelbyggingu vestanmegin í holunni og í dag var upplýst að þar verði reist Marriott Edition, fimm stjörnu hótel. Snemma í sumar var tilkynnt að bandaríski fjárfestirinn Carpenter and Co myndu standa að byggingu hótelsins sem aðalfjárfestir en byggingin mun kosta með öllu 120 milljónir dollara eða tæpa 16 milljarða króna. Það var því öllu flaggað til með sendiherra Bandaríkjanna í dag þegar greint var frá því að tekist hefðu samningar við Marriott keðjuna um hótelreksturinn en Marriott rekur um fjögur þúsund hótel víðs vegar um heiminn. Sandeep Walia, aðstoðarforstjóri Marriott hótelkeðjunnar í Evrópu, segir stjórnendur hennar mjög spennta fyrir Reykjavík og byggingu hótels á þessum einstaka stað. „Við komum með vörumerki sem er tiltölulega nýtt hjá okkur hjá Marriott. Það er kallað Edition Hotels. Við höfum nú fjögur slík hótel, í Istanbul, London og höfum nýlega opnað í Miami og New York. Og það er nú þegar verið að byggja sjö og semja um nítján,“ segir Walia. Byggingin verður teiknuð af Ásgeiri Ásgeirssyni hjá Tark í samráði við bandarísku arkitektastofuna Cambridge 7. Marriott Edition hótelin hafa öll sinn sérstaka stíl en taka líka mið af því umhvefi sem þau rísa í. „Það sem er svipað er nokkuð sem verður haft í huga þegar við byggjum hér, og við höfum staðbundin sjónarmið í huga við hönnunina,“ segir Walia. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að hótelið muni marka nýja vídd í ferðaþjónustuna í Reykjavík, en fjöldi áforma um nýtingu holunnar hefur farið út um þúfur á undanförnum árum. „Nú er búið að skrifa undir alla pappíra og ég vil ekki sjá fleiri pappíra nema þá teikningarnar af því sem á að rísa. Það er búið að setja því tímamörk. Það þarf að byrja hér jarðvinnu í janúar á næsta ári og ég held að allir séu sammála um að reyna að láta þetta verkefni ganga eins hratt og vel og hægt er,“ segir Dagur. Mest lesið Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Fyrsta fimm stjörnu hótelið í Reykjavík rís á Hörpureitnum innan nokkurra ára undir nýlegu merki alþjóðahótelkeðjunnar Marriott. Fjárfestingin er upp á um sextán milljarða króna og segir borgarstjóri að hótelið verði mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustu í borginni. Það hefur mikið verið tekist á um lóð Landsbankans austanmegin í holunni framan við Hörpu. Hins vegar virðast flestir sáttir við fyrirhugaða hótelbyggingu vestanmegin í holunni og í dag var upplýst að þar verði reist Marriott Edition, fimm stjörnu hótel. Snemma í sumar var tilkynnt að bandaríski fjárfestirinn Carpenter and Co myndu standa að byggingu hótelsins sem aðalfjárfestir en byggingin mun kosta með öllu 120 milljónir dollara eða tæpa 16 milljarða króna. Það var því öllu flaggað til með sendiherra Bandaríkjanna í dag þegar greint var frá því að tekist hefðu samningar við Marriott keðjuna um hótelreksturinn en Marriott rekur um fjögur þúsund hótel víðs vegar um heiminn. Sandeep Walia, aðstoðarforstjóri Marriott hótelkeðjunnar í Evrópu, segir stjórnendur hennar mjög spennta fyrir Reykjavík og byggingu hótels á þessum einstaka stað. „Við komum með vörumerki sem er tiltölulega nýtt hjá okkur hjá Marriott. Það er kallað Edition Hotels. Við höfum nú fjögur slík hótel, í Istanbul, London og höfum nýlega opnað í Miami og New York. Og það er nú þegar verið að byggja sjö og semja um nítján,“ segir Walia. Byggingin verður teiknuð af Ásgeiri Ásgeirssyni hjá Tark í samráði við bandarísku arkitektastofuna Cambridge 7. Marriott Edition hótelin hafa öll sinn sérstaka stíl en taka líka mið af því umhvefi sem þau rísa í. „Það sem er svipað er nokkuð sem verður haft í huga þegar við byggjum hér, og við höfum staðbundin sjónarmið í huga við hönnunina,“ segir Walia. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að hótelið muni marka nýja vídd í ferðaþjónustuna í Reykjavík, en fjöldi áforma um nýtingu holunnar hefur farið út um þúfur á undanförnum árum. „Nú er búið að skrifa undir alla pappíra og ég vil ekki sjá fleiri pappíra nema þá teikningarnar af því sem á að rísa. Það er búið að setja því tímamörk. Það þarf að byrja hér jarðvinnu í janúar á næsta ári og ég held að allir séu sammála um að reyna að láta þetta verkefni ganga eins hratt og vel og hægt er,“ segir Dagur.
Mest lesið Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira