Erlent

Stórskotahríð í Kóreu

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá æfingu stórskotaliðs í Suður-Kóreu.
Frá æfingu stórskotaliðs í Suður-Kóreu. Vísir/EPA
Stórskotalið beggja megin við landamæri Norður- og Suður-Kóreu hafa skotið yfir landamærin í dag. Íbúum Suður-Kóreu megin við vesturhluta landamæranna hefur verið skipað að yfirgefa svæðið. Öryggisráð Suður-Kóreu hefur verið kallað saman á neyðarfund.

Skothríðin er sögð hafa byrjað á því að Norður-Kórea skaut eldflaug á bæinn Yeoncheon. Suður-Kórea skaut til baka, tugum skota, á þann stað þar sem þeir töldu að eldflauginni hefði verið skotið á loft. Norður-Kórea virðist ekki hafa skotið aftur yfir landamærin, samkvæmt AP fréttaveitunni.

Samkvæmt BBC er talið að Norður-Kórea hafi verið að skjóta á stóran hátalara sem stóð við landamærin. Hann var notaður til að boða áróður gegn yfirvöldum í Norður-Kóreu. Ekki liggur fyrir hvort að einhverjir hafi fallið eða særst í skothríðinni.

Tæknilega séð ríkir enn stríð á milli þjóðanna og koma reglulega upp sambærileg atvik við vesturhluta landamæranna. Kóreustríðið, sem lauk árið 1953, endaði ekki með friðarsamningi heldur eingöngu vopnahlé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×