Erlent

Sprengjumaðurinn í Taílandi talinn hluti af stærra teymi

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Stjórnvöld í Taílandi telja að allt að tíu manns gætu verið í hópnum sem stóð að sprengjuárás í höfuðborg landsins.
Stjórnvöld í Taílandi telja að allt að tíu manns gætu verið í hópnum sem stóð að sprengjuárás í höfuðborg landsins. Vísir/EPA
Maðurinn sem stjórnvöld í Taílandi grunar að hafa komið fyrir sprengju við Erawan-helgidóminn í höfuðborg landsins er talinn vera hluti af teymi sem stóð á bak við árásina.

Ríkislögreglustjóri landsins sagði á blaðamannafundi í nótt að allt að tíu manns tilheyrðu þessu teymi.

Búið er að lýsa eftir manninum hjá alþjóðalögreglunni Interpol.Vísir/EPA
Talsmaður stjórnvalda sagði ólíklegt að um alþjóðleg hryðjuverkasamtök væri að ræða en maðurinn er talinn vera útlendingur. Búið er að láta lýsa eftir manninum í gegnum alþjóðalögregluna Interpol.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×