Dunkin´ Donuts opnar í Kringlunni Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2015 07:55 Gert er ráð fyrir að ráða þurfi í kringum tíu manns fyrir opnunina og eftir að þeim ráðningum lýkur eru um 30 manns í vinnu hjá Dunkin´ Donuts á Íslandi. Kleinuhringjakaffihúsið Dunkin’ Donuts opnar sinn annan stað á Íslandi í október næstkomandi í Kringlunni. Kaffihúsakeðjan opnað sinn fyrsta stað á Laugaveginum í síðasta mánuði og hefur nánast verið röð inn á staðin síðan. Samkvæmt tilkynningu frá Dunkin’ Donuts verða tíu starfsmenn ráðnir á staðinn í Kringlunni. Stefnt er að því að opna 16 Dunkin’ Donuts staði hér á landi á næstu fimm árum. Í tilkynningunni segir að Árni Pétur Jónsson, forstjóri Dunkin‘ Donuts á Íslandi sé ánægður með staðsetninguna, en nýi staðurinn verður á fyrstu hæð í Kringlunni og með sætisaðstöðu fyrir allt að 30 manns. „Viðskiptavinir Kringlunnar eru fjölmargir daglega og það er ánægjulegt að geta boðið þeim upp á frekara úrval af góðum veitingum á viðráðanlegu verði. Við verðum með hraða og góða þjónustu og sama vöruúrval og á kaffihúsinu okkar á Laugavegi,“ segir Árni. Gert er ráð fyrir að ráða þurfi í kringum tíu manns fyrir opnunina og eftir að þeim ráðningum lýkur eru um 30 manns í vinnu hjá Dunkin´ Donuts á Íslandi. Árni Pétur segir að virkilega vel hafi tekist til í ráðningarmálunum til þessa og að mikill áhugi sé fyrir því að starfa á kaffihúsum keðjunnar, en til stendur að staðirnir verði orðnir 16 talsins eftir fimm ár. „Það er óhætt að segja að mikið hafi mætt á starfsfólkinu til þessa enda viðtökurnar við fyrsta staðnum á Laugavegi verið vonum framar. Við erum með harðduglegt fólk í vinnu, sem hefur fengið góða þjálfun en við trúum því að þjálfunin skili sér til viðskiptavina okkar með glaðlegri og öruggri þjónustu”, segir hann. Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, fagnar því að samningar hafi náðst um komu Dunkin´ Donuts þangað inn. „Við trúum því að þessi viðbót eigi eftir að leggjast vel í viðskiptavini okkar enda er Dunkin´ Donuts sterkt vörumerki sem virðist vera mikill áhugi fyrir hjá landsmönnum. Við viljum bjóða viðskiptavinum Kringlunnar upp á val þegar kemur að verslun, veitingum og þjónustu og þetta er einn liðurinn í því,“ segir Sigurjón. Tengdar fréttir Kleinuhringjaóðir Íslendingar: Enn hleypt inn í hollum Dyravörðurinn á Dunkin' Donuts hefur nóg að gera. 7. ágúst 2015 15:01 Ferðamenn um Dunkin´ Donuts: „Af hverju er svona löng röð?“ Vísir spurði ferðamenn hvað þeim finnst um opnun bandaríska kleinuhringjastaðarins á Laugavegi. 7. ágúst 2015 16:00 Þegar æði grípur landann Dunkin' Donuts er langt því frá fyrsta alþjóðlega vörumerkið sem Íslendingar taka fegins hendi. 11. ágúst 2015 13:00 Enn biðröð eftir kleinuhringjum á sjötta degi Borgarbúar og landsmenn eru þyrstir í kleinuhringi. 10. ágúst 2015 23:45 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Kleinuhringjakaffihúsið Dunkin’ Donuts opnar sinn annan stað á Íslandi í október næstkomandi í Kringlunni. Kaffihúsakeðjan opnað sinn fyrsta stað á Laugaveginum í síðasta mánuði og hefur nánast verið röð inn á staðin síðan. Samkvæmt tilkynningu frá Dunkin’ Donuts verða tíu starfsmenn ráðnir á staðinn í Kringlunni. Stefnt er að því að opna 16 Dunkin’ Donuts staði hér á landi á næstu fimm árum. Í tilkynningunni segir að Árni Pétur Jónsson, forstjóri Dunkin‘ Donuts á Íslandi sé ánægður með staðsetninguna, en nýi staðurinn verður á fyrstu hæð í Kringlunni og með sætisaðstöðu fyrir allt að 30 manns. „Viðskiptavinir Kringlunnar eru fjölmargir daglega og það er ánægjulegt að geta boðið þeim upp á frekara úrval af góðum veitingum á viðráðanlegu verði. Við verðum með hraða og góða þjónustu og sama vöruúrval og á kaffihúsinu okkar á Laugavegi,“ segir Árni. Gert er ráð fyrir að ráða þurfi í kringum tíu manns fyrir opnunina og eftir að þeim ráðningum lýkur eru um 30 manns í vinnu hjá Dunkin´ Donuts á Íslandi. Árni Pétur segir að virkilega vel hafi tekist til í ráðningarmálunum til þessa og að mikill áhugi sé fyrir því að starfa á kaffihúsum keðjunnar, en til stendur að staðirnir verði orðnir 16 talsins eftir fimm ár. „Það er óhætt að segja að mikið hafi mætt á starfsfólkinu til þessa enda viðtökurnar við fyrsta staðnum á Laugavegi verið vonum framar. Við erum með harðduglegt fólk í vinnu, sem hefur fengið góða þjálfun en við trúum því að þjálfunin skili sér til viðskiptavina okkar með glaðlegri og öruggri þjónustu”, segir hann. Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, fagnar því að samningar hafi náðst um komu Dunkin´ Donuts þangað inn. „Við trúum því að þessi viðbót eigi eftir að leggjast vel í viðskiptavini okkar enda er Dunkin´ Donuts sterkt vörumerki sem virðist vera mikill áhugi fyrir hjá landsmönnum. Við viljum bjóða viðskiptavinum Kringlunnar upp á val þegar kemur að verslun, veitingum og þjónustu og þetta er einn liðurinn í því,“ segir Sigurjón.
Tengdar fréttir Kleinuhringjaóðir Íslendingar: Enn hleypt inn í hollum Dyravörðurinn á Dunkin' Donuts hefur nóg að gera. 7. ágúst 2015 15:01 Ferðamenn um Dunkin´ Donuts: „Af hverju er svona löng röð?“ Vísir spurði ferðamenn hvað þeim finnst um opnun bandaríska kleinuhringjastaðarins á Laugavegi. 7. ágúst 2015 16:00 Þegar æði grípur landann Dunkin' Donuts er langt því frá fyrsta alþjóðlega vörumerkið sem Íslendingar taka fegins hendi. 11. ágúst 2015 13:00 Enn biðröð eftir kleinuhringjum á sjötta degi Borgarbúar og landsmenn eru þyrstir í kleinuhringi. 10. ágúst 2015 23:45 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Kleinuhringjaóðir Íslendingar: Enn hleypt inn í hollum Dyravörðurinn á Dunkin' Donuts hefur nóg að gera. 7. ágúst 2015 15:01
Ferðamenn um Dunkin´ Donuts: „Af hverju er svona löng röð?“ Vísir spurði ferðamenn hvað þeim finnst um opnun bandaríska kleinuhringjastaðarins á Laugavegi. 7. ágúst 2015 16:00
Þegar æði grípur landann Dunkin' Donuts er langt því frá fyrsta alþjóðlega vörumerkið sem Íslendingar taka fegins hendi. 11. ágúst 2015 13:00
Enn biðröð eftir kleinuhringjum á sjötta degi Borgarbúar og landsmenn eru þyrstir í kleinuhringi. 10. ágúst 2015 23:45