Dunkin´ Donuts opnar í Kringlunni Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2015 07:55 Gert er ráð fyrir að ráða þurfi í kringum tíu manns fyrir opnunina og eftir að þeim ráðningum lýkur eru um 30 manns í vinnu hjá Dunkin´ Donuts á Íslandi. Kleinuhringjakaffihúsið Dunkin’ Donuts opnar sinn annan stað á Íslandi í október næstkomandi í Kringlunni. Kaffihúsakeðjan opnað sinn fyrsta stað á Laugaveginum í síðasta mánuði og hefur nánast verið röð inn á staðin síðan. Samkvæmt tilkynningu frá Dunkin’ Donuts verða tíu starfsmenn ráðnir á staðinn í Kringlunni. Stefnt er að því að opna 16 Dunkin’ Donuts staði hér á landi á næstu fimm árum. Í tilkynningunni segir að Árni Pétur Jónsson, forstjóri Dunkin‘ Donuts á Íslandi sé ánægður með staðsetninguna, en nýi staðurinn verður á fyrstu hæð í Kringlunni og með sætisaðstöðu fyrir allt að 30 manns. „Viðskiptavinir Kringlunnar eru fjölmargir daglega og það er ánægjulegt að geta boðið þeim upp á frekara úrval af góðum veitingum á viðráðanlegu verði. Við verðum með hraða og góða þjónustu og sama vöruúrval og á kaffihúsinu okkar á Laugavegi,“ segir Árni. Gert er ráð fyrir að ráða þurfi í kringum tíu manns fyrir opnunina og eftir að þeim ráðningum lýkur eru um 30 manns í vinnu hjá Dunkin´ Donuts á Íslandi. Árni Pétur segir að virkilega vel hafi tekist til í ráðningarmálunum til þessa og að mikill áhugi sé fyrir því að starfa á kaffihúsum keðjunnar, en til stendur að staðirnir verði orðnir 16 talsins eftir fimm ár. „Það er óhætt að segja að mikið hafi mætt á starfsfólkinu til þessa enda viðtökurnar við fyrsta staðnum á Laugavegi verið vonum framar. Við erum með harðduglegt fólk í vinnu, sem hefur fengið góða þjálfun en við trúum því að þjálfunin skili sér til viðskiptavina okkar með glaðlegri og öruggri þjónustu”, segir hann. Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, fagnar því að samningar hafi náðst um komu Dunkin´ Donuts þangað inn. „Við trúum því að þessi viðbót eigi eftir að leggjast vel í viðskiptavini okkar enda er Dunkin´ Donuts sterkt vörumerki sem virðist vera mikill áhugi fyrir hjá landsmönnum. Við viljum bjóða viðskiptavinum Kringlunnar upp á val þegar kemur að verslun, veitingum og þjónustu og þetta er einn liðurinn í því,“ segir Sigurjón. Tengdar fréttir Kleinuhringjaóðir Íslendingar: Enn hleypt inn í hollum Dyravörðurinn á Dunkin' Donuts hefur nóg að gera. 7. ágúst 2015 15:01 Ferðamenn um Dunkin´ Donuts: „Af hverju er svona löng röð?“ Vísir spurði ferðamenn hvað þeim finnst um opnun bandaríska kleinuhringjastaðarins á Laugavegi. 7. ágúst 2015 16:00 Þegar æði grípur landann Dunkin' Donuts er langt því frá fyrsta alþjóðlega vörumerkið sem Íslendingar taka fegins hendi. 11. ágúst 2015 13:00 Enn biðröð eftir kleinuhringjum á sjötta degi Borgarbúar og landsmenn eru þyrstir í kleinuhringi. 10. ágúst 2015 23:45 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Kleinuhringjakaffihúsið Dunkin’ Donuts opnar sinn annan stað á Íslandi í október næstkomandi í Kringlunni. Kaffihúsakeðjan opnað sinn fyrsta stað á Laugaveginum í síðasta mánuði og hefur nánast verið röð inn á staðin síðan. Samkvæmt tilkynningu frá Dunkin’ Donuts verða tíu starfsmenn ráðnir á staðinn í Kringlunni. Stefnt er að því að opna 16 Dunkin’ Donuts staði hér á landi á næstu fimm árum. Í tilkynningunni segir að Árni Pétur Jónsson, forstjóri Dunkin‘ Donuts á Íslandi sé ánægður með staðsetninguna, en nýi staðurinn verður á fyrstu hæð í Kringlunni og með sætisaðstöðu fyrir allt að 30 manns. „Viðskiptavinir Kringlunnar eru fjölmargir daglega og það er ánægjulegt að geta boðið þeim upp á frekara úrval af góðum veitingum á viðráðanlegu verði. Við verðum með hraða og góða þjónustu og sama vöruúrval og á kaffihúsinu okkar á Laugavegi,“ segir Árni. Gert er ráð fyrir að ráða þurfi í kringum tíu manns fyrir opnunina og eftir að þeim ráðningum lýkur eru um 30 manns í vinnu hjá Dunkin´ Donuts á Íslandi. Árni Pétur segir að virkilega vel hafi tekist til í ráðningarmálunum til þessa og að mikill áhugi sé fyrir því að starfa á kaffihúsum keðjunnar, en til stendur að staðirnir verði orðnir 16 talsins eftir fimm ár. „Það er óhætt að segja að mikið hafi mætt á starfsfólkinu til þessa enda viðtökurnar við fyrsta staðnum á Laugavegi verið vonum framar. Við erum með harðduglegt fólk í vinnu, sem hefur fengið góða þjálfun en við trúum því að þjálfunin skili sér til viðskiptavina okkar með glaðlegri og öruggri þjónustu”, segir hann. Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, fagnar því að samningar hafi náðst um komu Dunkin´ Donuts þangað inn. „Við trúum því að þessi viðbót eigi eftir að leggjast vel í viðskiptavini okkar enda er Dunkin´ Donuts sterkt vörumerki sem virðist vera mikill áhugi fyrir hjá landsmönnum. Við viljum bjóða viðskiptavinum Kringlunnar upp á val þegar kemur að verslun, veitingum og þjónustu og þetta er einn liðurinn í því,“ segir Sigurjón.
Tengdar fréttir Kleinuhringjaóðir Íslendingar: Enn hleypt inn í hollum Dyravörðurinn á Dunkin' Donuts hefur nóg að gera. 7. ágúst 2015 15:01 Ferðamenn um Dunkin´ Donuts: „Af hverju er svona löng röð?“ Vísir spurði ferðamenn hvað þeim finnst um opnun bandaríska kleinuhringjastaðarins á Laugavegi. 7. ágúst 2015 16:00 Þegar æði grípur landann Dunkin' Donuts er langt því frá fyrsta alþjóðlega vörumerkið sem Íslendingar taka fegins hendi. 11. ágúst 2015 13:00 Enn biðröð eftir kleinuhringjum á sjötta degi Borgarbúar og landsmenn eru þyrstir í kleinuhringi. 10. ágúst 2015 23:45 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Kleinuhringjaóðir Íslendingar: Enn hleypt inn í hollum Dyravörðurinn á Dunkin' Donuts hefur nóg að gera. 7. ágúst 2015 15:01
Ferðamenn um Dunkin´ Donuts: „Af hverju er svona löng röð?“ Vísir spurði ferðamenn hvað þeim finnst um opnun bandaríska kleinuhringjastaðarins á Laugavegi. 7. ágúst 2015 16:00
Þegar æði grípur landann Dunkin' Donuts er langt því frá fyrsta alþjóðlega vörumerkið sem Íslendingar taka fegins hendi. 11. ágúst 2015 13:00
Enn biðröð eftir kleinuhringjum á sjötta degi Borgarbúar og landsmenn eru þyrstir í kleinuhringi. 10. ágúst 2015 23:45